Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úrskurðarnefnd

Úrskurðarnefnd er skipuð þremur fulltrúum, einum frá Stúdentagörðum, einum frá SHÍ og einum frá Náms- og starfsráðgjöf HÍ. Nefndin skal skera úr öllum málum sem berast varðandi umsóknir, einingar og úthlutanir og er niðurstaða nefndarinnar endanleg. Farið er með umsóknir og upplýsingar sem þeim fylgja sem trúnaðarmál og hvílir þagnarskylda á starfsmönnum Stúdentagarða og úrskurðarnefnd. Undanþágubeiðnir skulu sendast á netfangið urskurdarnefnd [hjá] fs.is

Þegar sótt er um undanþágu frá úthlutunarreglum Stúdentagarða þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja með:

Upplýsingableðill
 • Fullt nafn 
 • Kennitala
 • Netfang
 • Einingum skilað á haustmisseri
 • Fjöldi skráðra / skilaðra eininga á vormisseri (eftir því hvort misserið er liðið eða ekki)
 • Staða í námi (grunn/framhaldsnám) og loknar einingar
 • Tegund íbúðar
 • Maki? Í námi?
 • Ástæða undanþágubeiðni (útskýring í stuttu máli)
 • Upplýsingar um hvort þú hafir áður farið fyrir úrskurðarnefnd og hvers vegna
 • Önnur fylgigögn til rökstuðnings (s.s. læknisvottorð, vottorð frá sérfræðingi svo sem sálfræðingi,námsráðgjafa)

Undanþágubeiðni

 • Ítarlegt bréf þar sem þú ferð yfir alla málavöxtu og óskar eftir undanþágu