Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiðbeiningar

 
Að fylla út umsókn

Fyllið umsóknina eins nákvæmlega út og unnt er. Heimilt er að vísa umsókn frá ef hún er talin ófullnægjandi eða ef upplýsingar reynast rangar. Með því að senda inn umsókn sína gefur umsækjandi Stúdentagörðum heimild til að sannreyna uppgefnar upplýsingar og senda inn fyrirspurn um húsnæðiseign til Fasteignamats ríkisins, lögheimili, fjölskyldustærð eða barnafjölda til Þjóðskrár og námsframvindu eða greiðslu skrásetningargjalda til Háskóla Íslands.
 

Nýnemar: Nýnemi er sá sem annað hvort hefur ekki stundað nám við Háskóla Íslands áður eða er að hefja nám aftur, að loknu árs leyfi (2 misseri) eða meira.

Athugið að nýnemar, sem hefja nám að hausti, geta aðeins sótt um frá 1. júní. Þeir sem hefja nám á vormisseri geta sótt um frá 1. október.
Nýnemar verða að merkja í sérstakan nýnemahnapp sem birtist eftir miðnótt 31. maí (haust) og 30. september (vorumsókn). Því þarf að passa að umsóknin sé ekki opnuð fyrir þann tíma.

Veljið tegund íbúðar, þ.e. einstaklingsíbúð fyrir einstakling, fjölskylduíbúð fyrir einstakling/fólk með barn (börn) og paríbúð fyrir barnlaus pör sem stunda háskólanám. 

-Tilgreina skal hvenær umsækjandi hóf núverandi nám við HÍ. 
-Tilgreina skal hvenær umsækjandi áætlar námslok í núverandi námi. 
-Tilgreina skal við hvaða deild umsækjandi stundar núverandi nám. 
-Tilgreina skal hvaða námsbraut umsækjandi stundar nám sitt við. 
 
-Fylla skal í samsvarandi og umbeðnar upplýsingar fyrir maka í fjölskylduhúsnæði ef það á við. Fylla verður í reit  upplýsingar um maka ef sótt er um paríbúð. 
-Þegar sótt er um fjölskylduhúsnæði skal tilgreina skal nöfn barna í fyrra svæðið og fæðingardag þess í seinna svæðið. 

Æskilegt er að gefa upp auka símanúmer t.d. hjá foreldrum eða ættingjum ef þörf krefur. 

Gefa skal upp það tölvupóstfang sem umsækjandi vill að Stúdentagarðar noti til að svara umsókninni og sem og annara samskipta við umsækjanda. 

Einnig getur umsækjandi komið fram með aðrar upplýsingar óski hann þess t.d. fjölskylduhagi, húsnæðismál o.þ.h.  
 
Notendanafn og lykilorð er sent í tölvupósti þegar umsókn hefur verið send inn. Aðganginn notar umsækjandi síðan til að fylgjast með stöðu sinni á biðlistum og staðfesta veru sína á þeim. Viðkomandi fellur út af biðlista ef hann/hún staðfestir ekki biðlistanúmer sitt milli 1. og 5. hvers mánaðar.
 
Mikilvægt er að auðvelt sé að ná í umsækjendur ef breytingar verða á biðlistum. Umsækjendur hafa 48 klst. til að staðfesta tilboð sem þeim berst en að þeim tíma liðnum fellur tilboðið niður hafi því ekki verið svarað.

Umsækjandi fellur út af biðlistum þegar hann hafnar íbúðartilboði í þriðja sinn. Umsækjendum er bent á að kynna sér gildandi úthlutunarreglur.