Einstaklingar

Einstaklingar

Gamli Garður m/sérbaðherbergi (private bathroom), 2-1, 2-2

 • Númer
  2-1
 • Leigutími
  12 mánuðir
 • Herbergi
  Herbergi m sameiginlegri aðstöðu/Room w shared facilities
 • Stærð
  12,2-22,4 m2
 • Gjaldskrá
 • Orka
  5.055 kr.
 • Húsaleiga
  90.296 kr.
 • Hússjóður íbúa
  3.380 kr.
 • Samtals
  98.731 kr.

Herbergi með sameiginlegri aðstöðu á Gamla Garði, Hringbraut 29-31. Gamli Garður er á háskólasvæðinu og var nýbyggingin tekin í notkun í ágúst 2021. Þar eru 69 herbergi. Þessi íbúðartegund er herbergi með sameiginlegri eldhúsaðstöðu ætluð einstaklingi.

Í herberginu er: • Rúm • Fataskápur • Baðherbergi • Skrifborð • Skrifborðsstóll • Internet (ef skráður nemandi í HÍ)

Samnýtt með eldhúsklasa er: • Geymsluskápur • Eldunaraðstaða • Uppþvottavél • Ísskápur • Frystir • Borðstofa • Seturými • Eldhúsáhöld • Leirtau • Sjónvarp

Í sameign hússins er: • Þvottahús • Hjólageymsla • Djúpgámar • Lyfta • Íbúasalur

Hvert eldhús er fullbúið með öllum tilheyrandi eldhúsbúnaði. Geymsluskápur fylgir hverju herbergi og er staðsettur í kjallara. Fullbúið þvottahús er á jarðhæð hússins en afnot af því geta verið takmörkuð og fara eftir húsreglum. Í húsinu er rusl flokkað eftir plasti, pappa, málmi, gleri og almennu sorpi en djúpgámar eru á lóð hússins.

Til að sækja um íbúð eins og þessa: Veljið íbúðartegund Einstaklingsíbúð og Herbergi með sameiginlegri aðstöðu. Herbergin geta verið ólík að lögun en dæmi um herbergi má sjá á myndum og á teikningu.

Hægt er að sækja um að vinur/fjölskyldumeðlimur, sem einnig stundar nám við HÍ, búi í sama klasa og er það gert með því að setja nafn og kennitölu viðkomandi í athugasemd. Vinur/fjölskyldumeðlimur gerir slíkt hið sama.