Einstaklingar

Einstaklingar

Gamli Garður m/sérbaðherbergi (private bathroom), 2-1, 2-2

 • Númer
  2-1
 • Leigutími
  12 mánuðir
 • Herbergi
  Herbergi m sameiginlegri aðstöðu/Room w shared facilities
 • Stærð
  12,2-22,4 m2
 • Gjaldskrá
 • Orka
  5.055 kr.
 • Húsaleiga
  95.295 kr.
 • Hússjóður íbúa
  3.380 kr.
 • Samtals
  103.730 kr.

Herbergi með sameiginlegri aðstöðu á Gamla Garði, Hringbraut 29-31. Gamli Garður er á háskólasvæðinu og var nýbyggingin tekin í notkun í ágúst 2021. Þar eru 69 herbergi. Þessi íbúðartegund er herbergi með sameiginlegri eldhúsaðstöðu ætluð einstaklingi.

Í herberginu er: • Rúm • Fataskápur • Baðherbergi • Skrifborð • Skrifborðsstóll • Internet (ef skráður nemandi í HÍ)

Samnýtt með eldhúsklasa er: • Geymsluskápur • Eldunaraðstaða • Uppþvottavél • Ísskápur • Frystir • Borðstofa • Seturými • Eldhúsáhöld • Leirtau • Sjónvarp

Í sameign hússins er: • Þvottahús • Hjólageymsla • Djúpgámar • Lyfta • Íbúasalur

Hvert eldhús er fullbúið með öllum tilheyrandi eldhúsbúnaði. Geymsluskápur fylgir hverju herbergi og er staðsettur í kjallara. Fullbúið þvottahús er á jarðhæð hússins en afnot af því geta verið takmörkuð og fara eftir húsreglum. Í húsinu er rusl flokkað eftir plasti, pappa, málmi, gleri og almennu sorpi en djúpgámar eru á lóð hússins.

Til að sækja um íbúð eins og þessa: Veljið íbúðartegund Einstaklingsíbúð og Herbergi með sameiginlegri aðstöðu. Herbergin geta verið ólík að lögun en dæmi um herbergi má sjá á myndum og á teikningu.

Hægt er að sækja um að vinur/fjölskyldumeðlimur, sem einnig stundar nám við HÍ, búi í sama klasa og er það gert með því að setja nafn og kennitölu viðkomandi í athugasemd. Vinur/fjölskyldumeðlimur gerir slíkt hið sama.

Vinsamlegast athugið að engin húsgögn eða aðrir innanstokksmunir fylgja þessu herbergi, umfram það sem nefnt er í nánari lýsingu hér að ofan, þ.e. rúm, skrifborð og skrifborðsstóll. Myndum er eingöngu ætlað að gefa hugmynd um hvernig uppsetning á herbergi gæti verið háttað.

Athugið að bílastæði eru mjög fá við Stúdentagarða FS og ekki er bílastæði fyrir hverja íbúð. Enginn forgangur er því að bílastæðum, utan aðgengis fyrir hreyfihamlaða og skammtímastæði við leikskóla.