Einstaklingar

Einstaklingar

Mýrargarður, 9-2

 • Númer
  9-2
 • Leigutími
  12 mánuðir
 • Herbergi
  Herbergi m sameiginlegri aðstöðu/Room w shared facilities
 • Stærð
  20,8 m2
 • Gjaldskrá
 • Orka
  5.055 kr.
 • Húsaleiga
  93.444 kr.
 • Hússjóður íbúa
  1.500 kr.
 • Samtals
  99.999 kr.

Herbergi í vinaklasa, með auknu aðgengi. Íbúðaklasarnir eru með sameiginlegri aðstöðu, á Mýrargarði við Sæmundargötu 21. Mýrargarður er á háskólasvæðinu og var húsið tekin í notkun í janúar 2020. Þar búa 277 íbúar í 244 einingum. 118 einstaklingsherbergjum í 14 íbúða klösum, 93 stúdíó íbúðum og 33 paríbúðum. Þessi íbúðartegund er herbergi með sameiginlegri eldhúsaðstöðu ætluð einstaklingi. Herbergið er með auknu aðgengi og er því rýmra en flest herbergi.

Í herberginu er: • Rúm • Fataskápur • Baðherbergi • Skrifborð • Skrifborðsstóll • Internet (ef skráður nemandi í HÍ)

Samnýtt með eldhúsklasa er: • Geymsluskápur • Eldunaraðstaða • Uppþvottavél • Ísskápur • Frystir • Borðstofa • Seturými • Eldhúsáhöld • Leirtau • Sjónvarp • Svalir

Í sameign hússins er: • Þvottahús • Hjólageymsla • Djúpgámur • Lyfta • Íbúasalur

Hvert eldhús er fullbúið með öllum tilheyrandi eldhúsbúnaði. Geymsluskápur fylgir hverju herbergi og er staðsettur á sömu hæð og herbergið. Fullbúið þvottahús er á jarðhæð hússins en afnot af því geta verið takmörkuð og fara eftir húsreglum. Í húsinu er rusl flokkað eftir plasti, pappa, málmi, gleri og almennu sorpi en djúpgámar eru á lóð hússins. Umhverfisráðherra er starfandi í húsinu en hans hlutverk er m.a. að skipuleggja og halda utan um þrifahring íbúa í eldhúsi, sjá til þess að hvorki dót né sorp safnist fyrir á göngum, hjólageymslum eða stigahúsum, hefur umsjón með að flokkun sorps sé í lagi, er aðgengilegur sem öryggisaðili fyrir íbúa, fylgist með því að útihurðir standi ekki opnar að nóttu til, eftirlit með samkomusal o.fl.

Til að sækja um íbúð eins og þessa: Veljið íbúðartegund Einstaklingsíbúð og Herbergi með sameiginlegri aðstöðu. Herbergin geta verið ólík að lögun en dæmi um herbergi má sjá á myndum og á teikningu.

Hægt er að sækja um að vinur/fjölskyldumeðlimur, sem einnig stundar nám við HÍ, búi í sama klasa og er það gert með því að setja nafn og kennitölu viðkomandi í athugasemd. Vinur/fjölskyldumeðlimur gerir slíkt hið sama.

Teikning af Mýrargarði