Einstaklingar

Einstaklingar

Skjólgarður, 8-1

 • Númer
  8-1
 • Leigutími
  12 mánuðir
 • Herbergi
  Stúdíó
 • Stærð
  30-35 m2
 • Gjaldskrá
 • Orka
  4.874 kr.
 • Húsaleiga
  111.785 kr.
 • Hússjóður íbúa
  0 kr.
 • Samtals
  116.659 kr.

Skjólgarður er í Brautarholti 7 og var tekinn í notkun í nóvember 2016. Staðsetningin er virkilega hentug fyrir þau sem stunda nám í Stakkahlíð en er líka í góðri fjarlægð frá háskólasvæðinu í Vatnsmýri þegar litið er til göngu- og hjólaleiða auk almenningssamgangna en húsið er aðeins í tveggja mínútna göngufjarlægð frá Hlemmi. Á Skjólgarði eru 70 stúdíóíbúðir fyrir einstaklinga og 32 paríbúðir. Þessi íbúðartegund er stúdíó ætluð einstaklingi.

Í íbúðinni er: • Ísskápur • Eldavél • Bakaraofn • Baðherbergi • Fataskápar • Svalir • Internet

Í sameign er: • Geymsla • Þvottahús • Hjólageymsla • Ruslageymsla • Lyfta • Samkomusalur • Pósthús

Lyftur eru við báða innganga hússins. Geymslur eru staðsettar á jarðhæð eða í kjallara merktar íbúðanúmerum. Þvottahús er að finna á jarðhæð hússins sem liggur samsíða Brautarholtinu en afnot af því geta verið takmörkuð og fara eftir húsreglum. Í húsinu er rusl flokkað eftir plasti, pappa og almennu sorpi. Ruslageymslan er ská á móti þvottahúsi. Allir íbúar hússins sjá saman um umsjón sorps. Öll sameiginleg rými eru innréttuð með það í huga að stuðla að góðum og skemmtilegum samskiptum íbúa, hvort sem þau eru að þvo þvott eða sækja póst. Garðprófastur er í húsinu en hans hlutverk er m.a. að sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig, íbúar fylgi húsreglum, þekkja brunakerfi vel, tilkynna til Stúdentagarða ef eitthvað í sameign þarfnast viðgerðar o.fl.

Til að sækja um íbúð eins og þessa: Veljið íbúðartegund Einstaklingsíbúð og Stúdíóíbúð í miðbæ. Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun en dæmi um íbúð má sjá á myndum.

Teikning af Skjólgarði