Einstaklingar

Einstaklingar

Oddagarðar, 1-3, 1-4

 • Númer
  1-3, 1-4
 • Leigutími
  12 mánuðir mánuðir
 • Herbergi
  Herbergi m sameiginlegri aðstöðu/Room w shared facilities
 • Stærð
  19 m2
 • Gjaldskrá
 • Orka
  5.055 kr.
 • Húsaleiga
  90.297 kr.
 • Hússjóður íbúa
  3.380 kr.
 • Samtals
  98.732 kr.

Herbergi með sameiginlegri aðstöðu í Oddagarðahverfi. Oddagarðar eru á háskólasvæðinu við Sæmundargötu 14-20. Húsin á Oddagörðum voru tekin í notkun árið 2013 og í dag eru þar um 300 íbúðir og herbergi fyrir stúdenta. 166 einstaklingsherbergi eru við Sæmundargötu 14 og 16 og þar af eru 20 herbergi með auknu aðgengi. Þessi íbúðartegund er herbergi með sameiginlegri eldhúsaðstöðu ætluð einstaklingi.

Í herberginu er: • Rúm • Fataskápur • Baðherbergi • Skrifborð • Skrifborðsstóll • Internet (ef skráður nemandi í HÍ)

Samnýtt með eldhúsklasa er: • Eldunaraðstaða • Uppþvottavél • Ísskápur • Frystir • Borðstofa • Seturými • Eldhúsáhöld • Leirtau • Sjónvarp • Svalir

Í sameign hússins er: • Geymsla • Þvottahús • Hjólageymsla • Ruslageymsla • Lyfta

Þrjú sameiginleg eldhús eru á hverri hæð þar sem 7-10 manns deila hverju eldhúsi. Eldhúsin eru fullbúin með öllum tilheyrandi eldhúsbúnaði. Geymsluskápur fylgir hverju herbergi og er staðsettur á sömu hæð og herbergið. Fullbúið þvottahús er á jarðhæð hússins en afnot af því geta verið takmörkuð og fara eftir húsreglum. Í húsinu er rusl flokkað eftir plasti, pappa og almennu sorpi en ruslageymsla er staðsett í sorpskýli á lóð hússins. Umhverfisráðherra er starfandi í húsinu en hans hlutverk er m.a. að skipuleggja og halda utan um þrifahring íbúa í eldhúsi, sjá til þess að hvorki dót né sorp safnist fyrir á göngum, hjólageymslum eða stigahúsum, hefur umsjón með að flokkun sorps sé í lagi, er aðgengilegur sem öryggisaðili fyrir íbúa, fylgist með því að útihurðir standi ekki opnar að nóttu til o.fl..

Til að sækja um íbúð eins og þessa: Veljið íbúðartegund Einstaklingsíbúð og Herbergi með sameiginlegri aðstöðu. Herbergin geta verið ólík að lögun en dæmi um herbergi má sjá á myndum.

Teikning af Oddagörðum