Einstaklingar

Einstaklingar

Gamli Garður, 1-2

 • Númer
  1-2
 • Leigutími
  9 mánuðir
 • Herbergi
  Herbergi m sameiginlegri aðstöðu/Room w shared facilities
 • Stærð
  12.0 m2
 • Gjaldskrá
 • Orka
  4.780 kr.
 • Húsaleiga
  71.787 kr.
 • Hússjóður íbúa
  3.380 kr.
 • Samtals
  79.947 kr.

Gamli Garður er á háskólasvæðinu við Hringbraut 29. Garðurinn var tekinn í notkun árið 1934 en tekinn í gegn og endurnýjaður árið 2014. Í húsinu eru herbergi fyrir 43 einstaklinga með sameiginlegri baðherbergis- og eldhúsaðstöðu. Þessi íbúðartegund er herbergi og er ætlað einstaklingi.

Hver einstaklingur hefur sér aðgang að: • Rúmi • Fataskáp • Interneti • Skrifborði • Skrifborðsstól • Vaski

Samnýtt er: • Eldhúsaðstaða • Ísskápur • Eldavél • Bakaraofn • Baðherbergi • Þvottahús • Geymsla • Hjólageymsla • Ruslageymsla • Íbúarými

Sameiginleg snyrting og eldhúsaðstaða búin búsáhöldum er á hverri hæð hússins. Á fyrstu hæð er sameiginleg þvottaaðstaða og reiðhjólageymsla. Afnot geta verið takmörkuð samkvæmt húsreglum. Sameiginleg afþreyingaraðstaða kölluð Háaloft er á rishæð hússins. Á annarri hæð er hátíðarsalurinn Garðsbúð sem hægt er að leigja til fundar- og veisluhalda. Í húsinu er flokkað eftir plasti, pappa og almennu sorpi. Garðprófastur er starfandi í húsinu sem m.a. heldur utan um þrifahring íbúa í húsinu, hefur yfirumsjón með flokkun sorps og umgengni íbúa, sinnir útköllum frá brunakerfi, sér um að tilkynna til Umsjónar fasteigna ef eitthvað bilar o.fl.

Til að sækja um íbúð eins og þessa: Veljið íbúðartegund Einstaklingsíbúð og Gamli Garður. Herbergin geta verið ólík að lögun en dæmi um herbergi má sjá á myndum.