Beint á efnisyfirlit síðunnar
 • Skuggagarðar

  SkuggagarðarEinstaklingsíbúðirnar í Lindargötu 42, 46 og 46A voru teknar í notkun haustið 2006.  Lyfta er í húsunum. Eingöngu er þar um að ræða einstaklingsbúðir, íbúðartegund 6-1 (38,8m2), 96 íbúðir. Þar eru 3 íbúðir hannaðar fyrir fatlaða íbúa.
  Allar íbúðirnar hafa aðgang að tölvuneti HÍ. Ísskápar og ljós fylgja öllum íbúðum, helluborð og örbylgjuofn.  Önnur húsgögn fylgja ekki. Geymslur eru í íbúðunum og sameiginlegt þvottahús er í Lindargötu 46A.

  Haustið 2009 bættist við Lindargata 44, sem er 3ja hæða hús, nýstandsett. Í húsinu eru 4 leigueiningar, þ.e. eitt tvíbýli þar sem að tveir einstaklingar hafa eigið herbergi og deila svo eldhúsi og baði. Fyrir fjölskyldur eru svo ein 3ja herbergja íbúð og ein 3-4 herbergja íbúð. Allar íbúðirnar hafa aðgang að tölvuneti HÍ. Ísskápar og ljós fylgja öllum íbúðum ásamt eldavél. Geymslur fylgja öllum íbúðum, allar íbúðirnar hafa aðgang að sameiginlega þvottahúsinu í Lindargötu 46A. Þvottahúsið var endurnýjað í nóvember 2017. Í fjölskylduíbúðunum er jafnframt aðstaða fyrir þvottavélar.

  Leigusamningar í Skuggagörðum eru gerðir til 12 mánaða í senn þ.e. frá um miðjan ágúst ár hvert og fram í miðjan ágúst komandi árs.

  Skuggagarðar eru í miðbæ Reykjavíkur.

Skuggagarðar, einstaklingsíbúð (nr. 6-1)

Skuggagarðar, einstaklingsíbúð 6-1

Íbúðin: Stofa með eldhúskrók, baðherbergi, geymsla.Sameign: Þvottahús, hjólageymsla.Takmörkun afnota fer eftir húsreglum.Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun. Sjá dæmi um íbúð hér að neðan.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „einstaklingsíbúð“ og "í miðbæ"

Nánar

Skuggagarðar, fjölskylduíbúð 3-4ra herbergja (nr. 6-9)

Skuggagarðar, fjölskylduíbúð 3-4ra herbergja 6-9

Íbúð: Þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, geymsla/þvottahús, yfirbyggðar svalir.Sameign: Aðgangur að þvottahúsi í Lindargötu 46A, hjólageymsla undir tröppum og í bílskýli.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „fjölskylduíbúð“ og "3ja herbergja"

Nánar

Skuggagarðar, fjölskylduíbúð 3ja herbergja (nr. 6-8)

Skuggagarðar, fjölskylduíbúð 3ja herbergja 6-8

Íbúðin: Tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, geymsla, þvottahús, yfirbyggðar svalir.Sameign: Aðgangur að þvottahúsi í Lindargötu 46A, hjólageymsla undir tröppum og í bílskýli.Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun. Sjá dæmi um íbúð hér að neðan.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „fjölskylduíbúð“ og "3ja herbergja"

Nánar

Skuggagarðar, tvíbýli (nr. 6-6)

Skuggagarðar, tvíbýli 6-6

Íbúðin: Svefnherbergi, samnýtt með meðleigjanda er eldhús, baðherbergi, geymsla.Sameign: Þvottahús í Lindargötu 46A, hjólageymsla undir tröppum og í bílskýliSameign: Takmörkun afnota fer eftir húsreglum.Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun. Sjá dæmi um íbúð hér að neðan.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „einstaklingsíbúðir“ og "tvíbýli"

Nánar

Skuggagarðar, tvíbýli (nr. 6-7)

Skuggagarðar, tvíbýli 6-7

Íbúðin: Svefnherbergi, samnýtt með meðleigjanda er eldhús, baðherbergi, geymsla.Sameign: Þvottahús í Lindargötu 46A, hjólageymsla undir tröppum og í bílskýliSameign: Takmörkun afnota fer eftir húsreglum.Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun. Sjá dæmi um íbúð hér að neðan.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „einstaklingsíbúð“ og "tvíbýli"

Nánar