Beint á efnisyfirlit síðunnar
  • Skógargarðar - Fossvogi

    Skógargarðar - FossvogiSkógargarðar eru fjölskyldugarðar sem teknir voru í notkun í desember 2009 og í janúar 2010. Á Skógarvegi 18 og 22 eru samtals 38 þriggja herbergja íbúðir (70-80,7 m2) og á Skógarvegi 20 eru 33 tveggja herbergja íbúðir (59,9- 62,2 m2) og 9 þriggja herbergja íbúðir (70-80,7 m2). Í öllum húsunum eru lyftur. Í kjallara eru geymslur fyrir allar íbúðir. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í hverju húsi. Ísskápar og ljós fylgja íbúð og aðstaða er fyrir uppþvottavél í eldhúsi.  Önnur húsgögn fylgja ekki. Á baðherbergi eru tengingar fyrir þvottavélar. Sameiginlegt þurkkhús er í húsunum, með þurrkurum og aðstöðu til að hengja upp þvott. Ekki er leyfilegt að tengja þurrkara við barka á baðherbergjum. Skógargarðar eru eingöngu ætlaðir fjölskyldufólki. Allar íbúðir Skógargarða hafa aðgang að interneti (í gegnum ethernet HÍ). Bílakjallari fyrir íbúa er undir húsum og garði.

    Hér er hægt að  skoða grunnteikningu íbúða Skógargarða.

    Leigusamningar á Skógargörðum verða gerðir til 12 mánaða í senn, frá miðjum ágúst ár hvert og fram í miðjan ágúst komandi árs.

    Skógargarðar eru í Fossvogi.

Skógargarðar, fjölskylduíbúð 2ja herbergja (nr. 7-1)

Íbúð: Svefnherbergi, stofa með eldhúskrók, baðherbergi, geymsla.Sameign:Hjóla- og vagnageymsla, bílageymslaTakmörkun afnota eftir húsreglum.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „fjölskylduíbúð“ og "2ja herbergja"

Nánar

Skógargarðar, fjölskylduíbúð 3ja herbergja (nr. 7-2)

Íbúð: Tvö svefnherbergi, stofa með eldhúskrók, baðherbergi, geymsla.Sameign:Hjóla- og vagnageymsla, bílageymslaTakmörkun afnota eftir húsreglum.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „fjölskylduíbúð“ og "3ja herbergja"

Nánar

Skógargarðar, fjölskylduíbúð 3ja herbergja (nr. 7-3)

Íbúð: Tvö svefnherbergi, stofa með eldhúskrók, baðherbergi, geymsla.Sameign:Hjóla- og vagnageymsla, bílageymslaTakmörkun afnota eftir húsreglum.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „fjölskylduíbúð“ og "3ja herbergja"

Nánar