Beint á efnisyfirlit síðunnar
 • Skerjagarður

  SkerjagarðurSkerjagarður er fjögurra hæða lyftuhús sem tekið var í notkun 1998 og 1999. Í húsinu eru 77 (29m2) einstaklingsíbúðir, og þar af tvær með bættu aðgengi. Í hverri íbúð er baðherbergi, geymsla og eldunaraðstaða. Örbylgjuofn, eldavélahellur, ísskápur og ljós eru í öllum íbúðunum. Önnur húsgögn fylgja ekki. Ekki er aðstaða fyrir þvottavél í íbúðunum. Á fyrstu hæð hússins er rúmgott fullbúið þvottahús og reiðhjólageymsla. Allar íbúðir Skerjagarðs hafa aðgang að tölvuneti HÍ.

  Í sameign er lesrými og tvær glæsilegar samverustofur með borðstofuborði, sófa og sjónvarpi.

  Leigusamningar á Skerjargarði eru gerðir til 12 mánaða í senn þ.e. frá 25. ágúst til 23. ágúst ár hvert.

  Skerjagarðar eru á háskólasvæði, við Suðurgötu 121.

  Smelltu á íbúðatengilinn hér fyrir neðan til að sjá fleiri myndir.

Skerjagarður, einstaklingsíbúð (nr. 1-6)

Skerjagarður, einstaklingsíbúð 1-6

Íbúðir: Stofa með eldhúskrók, baðherbergi, geymsla.Sameign: Þvottahús, hjólageymsla.Takmörkun afnota eftir húsreglum.Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun. Sjá dæmi um íbúð hér að neðan.Einnig eru myndir úr samverustofu og lesrými.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „einstaklingsíbúð“ og "á háskólasvæði"

Nánar