Beint á efnisyfirlit síðunnar
 • Hjónagarðar

  Hjónagarðar

  Hjónagarðar voru teknir í notkun 1976. Í húsinu eru fjórar þriggja herbergja fjölskylduíbúðir (60 m2) og 51 tveggja herbergja íbúð (40 m2) fyrir fjölskyldur og pör. Geymslur fylgja öllum íbúðum. Sameiginleg lesstofa, fullbúið þvottahús, samkomusalur, leiksvæði fyrir börn og hjóla- og vagnageymsla eru í húsinu. Ísskápar og ljós fylgja íbúðum. Ekki er aðstaða fyrir þvottavélar í íbúðunum. Allar íbúðir Hjónagarða hafa aðgang að neti HÍ.

  Leigusamningar á Hjónagörðum eru gerðir til 12 mánaða í senn þ.e. frá 12. ágúst til 10. ágúst ár hvert.

  Framkvæmdir hafa staðið yfir á Hjónagörðum en búið er að endurnýja allt húsið að utan og þak. Öll sameign hefur líka verið endurnýjuð. Leiksvæði, íbúasalur og þvottahús eru því nýuppgerð. Áætluð verklok eru í ágúst 2019 en nú þegar hafa 31 íbúð verið endurnýjuð. Nánari upplýsingar um stöðu framkvæmda skal fá á skrifstofu Stúdentagarða.

  Hjónagarðar eru á háskólasvæðinu, við Eggertsgötu 2-4.

Hjónagarðar, fjölskylduíbúð / paríbúð 2ja herbergja (nr. 2-5)

Hjónagarðar, fjölskylduíbúð / paríbúð 2ja herbergja 2-5

Íbúð: Svefnherbergi, stofa með eldhúskrók og eyju, baðherbergi með sturtu, geymsla. Sameign: Þvottahús, lesstofa, setustofa, leikrými, veislusalur, hjóla- og vagnageymsla. Takmörkun afnota eftir húsreglum. Glerlokun á svölum. Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun. Sjá dæmi um íbúð hér að neðan. Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „fjölskylduíbúð“ og "2ja herbergja"

Nánar

Hjónagarðar, fjölskylduíbúð 3ja herbergja (nr. 2-6)

Hjónagarðar, fjölskylduíbúð 3ja herbergja 2-6

Íbúð: Tvö svefnherbergi, stofa með eldhúskrók, baðherbergi, geymsla.Sameign: Þvottahús, lesstofa, setustofa, barnaherbergi, hjóla- og vagnageymsla.Takmörkun afnota eftir húsreglum.Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun. Sjá dæmi um íbúð hér að neðan.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „fjölskylduíbúð“ og "3ja herbergja"

Nánar