Beint á efnisyfirlit síðunnar
 • Gamli garður

  Gamli garður

  Gamli Garður var tekinn í notkun árið 1934. Veturinn 2013-2014 var hann allur endurnýjaður og opnaði að nýju fyrir skólaárið 2014-2015.

  Á Gamla Garði eru 43 einstaklingsherbergi (12 m2). Í hverju herbergi er rúm, skrifborð, skrifborðsstóll, fataskápur, hillur, vaskur og tölvutenging.
  Leigusamningar á Gamla Garði eru eingöngu gerðir til 9 mánaða í senn, þ.e frá 29. ágúst til 26. maí ár hvert.

  Húsið, sem er á háskólasvæðinu, er þjár hæðir og ris

  Sameiginlegar snyrtingar og eldhús, búið eldhúsáhöldum, er á hverri hæð. Á fyrstu hæð er þvottahús og reiðhjólageymsla. Sameiginlega afþreygingarherbergið Háaloft er í risi.

  Hátíðarsalurinn Garðsbúð er á annarri hæð. Hægt er að leigja salinn til fundar- og veisluhalda. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Umsjón Fasteigna, umsjon@fs.is

  Gamli Garður er við Hringbraut 29.

Gamli Garður, einstaklingsherbergi (nr. 1-2)

Gamli Garður, einstaklingsherbergi 1-2

Herbergi á Gamla Garði með húsgögnum.Sameign: Baðherbergi, eldhús, þvottahús, setustofa.Takmörkun afnota fer eftir húsreglum.Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „einstaklingsíbúð“ og "herbergi með sameiginlegri aðstöðu"

Nánar