Beint á efnisyfirlit síðunnar
 • Skjólgarður

  Skjólgarður

  Skjólgarður er nýr Stúdentagarður í Brautarholti 7, á milli Mjölnisholts og Ásholts, sem var tekinn í notkun í nóvember 2016. í húsinu eru lyftur við báða innganga. 
  Staðsetning er á margan hátt hentug fyrir stúdenta við Háskóla Íslands, skammt frá húsnæði HÍ í Stakkahlíð og í þægilegri göngu- og hjólafjarlægð frá háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni. Að auki er stutt í almenningssamgöngur og alla þjónustu í miðbænum.
  Þar eru samtals 102 íbúðir, 70 einstaklingsíbúðir (stúdíó) og 32 paríbúðir með sér svefnherbergi. Ísskápur, eldavél og útsogsvifta er í eldunaraðstöðu í öllum íbúðum. Öllum íbúðum fylgja fataskápar og sér geymslur eru á jarðhæð eða í kjallara.
  Sameiginleg aðstaða er á jarðhæð, hjólageymsla, þvottahús með þvottavélum og þurrkurum, póststofa og samkomusalur. Eru öll sameiginleg rými innréttuð með það í huga að stuðla að góðum og skemmtilegum samskiptum íbúa, hvort sem þeir eru að þvo þvott eða sækja póst. 
  Leigusamningar á Skjólgarði eru til 12 mánaða í senn. Skjólagarður, einstaklingsíbúð (nr. 8-1)

Skjólagarður, einstaklingsíbúð 8-1

Íbúðin: Stúdíó með eldhúskrók, baðherbergi.Sameign: Geymsla, Þvottahús, hjólageymsla.Takmörkun afnota fer eftir húsreglum. Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun, sjá yfirlitsmynd í almennri lýsingu.Dæmi um íbúð má sjá hér að neðanTil að sækja um; veljið í íbúðartegund „einstaklingsíbúð“ og "miðbær"

Nánar

Skjólagarður, paríbúð (nr. 8-2)

Skjólagarður, paríbúð 8-2

Paríbúð með svefnherbergi, ísskáp og eldavél ásamt kolaviftu. Klæðaskápar. Hjólageymsla í húsinu, þvottavélar og þurrkarar í þvottahúsi, almenn geymsla fylgir hverri íbúð og er að finna í sameign. Yfirbyggð ruslageymsla á lóð.Lyfta í húsinu. Paríbúðir í Brautarholti 7 heyra undir paríbúðalista.Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun, sjá yfirlitsmynd í almennri lýsingu.

Nánar

Skjólgarður, paríbúð (nr. 8-3)

Paríbúð með svefnherbergi, ísskáp og eldavél ásamt kolaviftu. Klæðaskápar. Hjólageymsla í húsinu, þvottavélar og þurrkarar í þvottahúsi, almenn geymsla fylgir hverri íbúð og er að finna í sameign. Yfirbyggð ruslageymsla á lóð.Lyfta í húsinu. Paríbúðir í Brautarholti 7 heyra undir paríbúðalista.Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun, sjá yfirlitsmynd í almennri lýsingu.

Nánar