Beint á efnisyfirlit síðunnar
 • Oddagarðar

  Oddagarðar

  Oddagarðar eru ætlaðir einstaklingum og barnlausum pörum. Garðarnir samanstanda af fjórum húsum við Sæmundargötu 14-20 sem voru tekin í notkun árið 2013. Öll eru þau með lyftum.

  Á Sæmundargötu 14 og 16 eru einstaklingsherbergi með eigin baðherbergi og sameiginlegu eldhúsi. Um er að ræða 166 herbergi af íbúðartegund 1-3 og þar af 20 herbergi með aðgengi fyrir hreyfihamlaða (1-4). Birt flatarmál hverrar leigueiningar er um 36 mþar með talið gangar, eldhús og seturými. Herbergið sjálft ásamt baðherbergi er um 19 m2  Rúm, skrifborð og stóll fylgja hverju herbergi. Sameiginleg eldhús eru þrjú á hverri hæð og deila 7-10 herbergi hverju eldhúsi. Eldhúsin eru fullbúin með öllum tilheyrandi eldhúsbúnaði. Sameiginlegt þvottahús ásamt hjólageymslu er á fyrstu hæð hússins. Geymsluskápur fylgir hverri íbúð á sömu hæð og fá allir leigjendur aðgang að interneti HÍ, svokölluðu „HÍ-neti“.

  Á Sæmundargötu 18 eru einstaklingsíbúðir (stúdíó) með ísskáp og eldavél ásamt kolaviftu. Íbúðirnar eru með klæðaskápa og sum hver föst skrifborð. Önnur húsgögn fylgja ekki. Hjólageymsla er í húsinu, þvottavélar og þurrkarar í þvottahúsi og fylgir almenn geymsla hverri íbúð sem er að finna í sameign. Yfirbyggð ruslageymsla er á lóð. Lyfta er í húsinu.

  Á Sæmundargötu 20 eru einstaklings- og paríbúðir. Einstaklingsíbúðirnar eru eins og á Sæmundargötu 18 en paraíbúðirnar eru flest allar með sér svefnherbergi, ísskáp og eldavél ásamt kolaviftu. Klæðaskápar eru í hverri íbúð og sum hver föst skrifborð í svefnherbergi. Önnur húsgögn fylgja ekki. Hjólageymsla er í húsinu, þvottavélar og þurrkarar í þvottahúsi og almenn geymsla fylgir hverri íbúð sem er að finna í sameign. Yfirbyggð ruslageymsla á lóð og lyfta í húsinu.

  Leigusamningar á Oddagörðum eru gerðir til 12 mánaða í senn þ.e. frá um miðjan ágúst ár hvert og fram í miðjan ágúst komandi árs.

  Hér er hægt að  sjá yfirlitskort yfir íbúðir í Oddagörðum.

  Vakin er athygli á því að gegnt Oddagörðum munu rísa Vísindagarðar. Því eru byggingaframkvæmdir á svæðinu.
  Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Vísindagarða HÍ og á skrifstofu Stúdentagarða.

Oddagarðar, einstaklingíbúð (nr. 1-9)

Oddagarðar, einstaklingíbúð 1-9

Einstaklingsíbúð, með ísskáp og eldavél ásamt kolaviftu. Klæðaskápar og sum hver með fast skrifborð. Hjólageymsla í húsinu, þvottavélar og þurrkarar í þvottahúsi, almenn geymsla fylgir hverri íbúð og er að finna í sameign. Yfirbyggð ruslageymsla á lóð. Lyfta í húsinu. Stúdíóíbúðirnar sem tilheyra bæði húsi 18 og 20, heyra undir stúdíóíbúðir á háskólasvæði. Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun.

Nánar

Oddagarðar, einstaklingsherbergi (nr. 1-3, 1-4)

Oddagarðar, einstaklingsherbergi 1-3, 1-4

Herbergi með eigin baðherbergi. Húsgögn fylgja (rúm, borð og stóll). Sameign: eldhús, þvottahús, setustofa, hjólageymsla. Takmörkun afnota fer eftir húsreglum. Til að sækja um; veljið í íbúðartegund „einstaklingsíbúð“ og "herbergi með sameiginlegri aðstöðu"

Nánar

Oddagarðar, einstaklingsíbúð (nr. 1-1, 1-5)

Oddagarðar, einstaklingsíbúð 1-1, 1-5

Einstaklingsíbúð með ísskáp og eldavél ásamt kolaviftu. Klæðaskápar og sum hver með fast skrifborð. Hjólageymsla í húsinu, þvottavélar og þurrkarar í þvottahúsi, almenn geymsla fylgir hverri íbúð og er að finna í sameign. Yfirbyggð ruslageymsla á lóð.Lyfta í húsinu. Stúdíó íbúðir á Sæmundargötu 18 og 20 heyra undir stúdíó íbúðir á háskólasvæði.Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun. Sjá dæmi um íbúð hér að neðan.

Nánar

Oddagarðar, paríbúð (nr. 1-7, 1-8)

Oddagarðar, paríbúð 1-7, 1-8

Paríbúð með svefnherbergi, ísskáp og eldavél ásamt kolaviftu. Klæðaskápar og sum hver með fast skrifborð. Hjólageymsla í húsinu, þvottavélar og þurrkarar í þvottahúsi, almenn geymsla fylgir hverri íbúð og er að finna í sameign. Yfirbyggð ruslageymsla á lóð.Lyfta í húsinu. Paríbúðir á Sæmundargötu 20 heyra undir paríbúðalista.Íbúðirnar geta verið ólíkar að lögun. Sjá dæmi um íbúð hér að neðan.Athugið að myndir eru teknar þegar enn er verið að ganga frá íbúðum.

Nánar