Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lyklar og lásar

Útidyr skulu ávallt vera læstar. 

Ef lyklar glatast er hægt að fá nýja hjá Umsjón fasteigna á Eggertsgötu 6 (á opnunartíma þ.e. á milli kl. 9-13, virka daga). 

Neyðaropnun er hjá Lásaþjónustunni í síma 800-5858/ 894-5858. Allir sem óska eftir þjónustu þurfa að sýna fram á svo að óyggjandi sé, að þeir hafi ráðstöfunarrétt á viðkomandi íbúð.

Við brottflutning er innheimt gjald fyrir þá lykla sem ekki er skilað.