Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðhald og viðgerðir

Umsjón fasteigna sér um viðhald og viðgerðir á öllu húsnæði á Stúdentagörðum. Hægt er að senda verkbeiðni á umsjon@fs.is.

Láttu fylgja með upplýsingar um heimilisfang, íbúðarnúmer og símanúmer. Haft er samband til að finna tíma. Þú getur einnig gefið leyfi til inngöngu og þá er komið við hjá þér, við fyrsta tækifæri.

Hafðu líka samband símleiðis ef mikið liggur við, s. 570-0822, virka daga á milli kl. 9-13.