Viðhald og viðgerðir

Viðhald og viðgerðir

Umsjón fasteigna sér um viðhald og viðgerðir á öllu húsnæði á Stúdentagörðum. Hægt er að senda verkbeiðni í gegnum "mínar síður" undir "viðgerðarbeiðnir".

  • Láttu upplýsingar um heimilisfang, íbúðarnúmer og símanúmer fylgja með og haft verður samband til að finna tíma.
  • Þú getur einnig gefið leyfi fyrir inngöngu í húsnæðið og þá er komið við hjá þér, við fyrsta tækifæri.

Hafðu líka samband símleiðis ef mikið liggur við, s. 570-0822, virka daga á milli kl. 9-13.

Ef um neyðartilfelli er að ræða er hægt að ná í Umsjón fasteigna utan hefðbundins opnunartíma í s: 853-1000.
Sá starfsmaður sem svarar neyðarsímtali metur í hvert sinn hvort bregðast þurfi strax við erindinu eða hvort það geti beðið.

Á Oddagörðum er aðstaða í hjólageymslu hvers húss fyrir sig til að gera við hjól ásamt þeim tækjum og tólum sem þarf til verksins.

Útidyr skulu ávallt vera læstar. 

Ef lyklar glatast er hægt að fá nýja hjá Umsjón fasteigna á Eggertsgötu 6 (á opnunartíma á milli kl. 9-13, virka daga) gegn gjaldi. 

Neyðaropnun er hjá Lásaþjónustunni í síma 800-5858/ 894-5858. Allir sem óska eftir slíkri þjónustu þurfa að sýna fram á að þeir hafi ráðstöfunarrétt á viðkomandi íbúð en það er m.a. hægt að gera með því að sýna fram á lögheimili á staðnum og skilríki með.

Við brottflutning er innheimt gjald fyrir þá lykla sem ekki er skilað. 

Allar bilanir eða skemmdir skal tilkynna strax til Umsjónar fasteigna með því að senda póst á netfangið umsjon(hjá)fs.is eða með því að hafa samband í síma 570-0822 virka daga á milli kl. 9-13 ef mikið liggur við.

Ef skemmdir verða á íbúð og/eða innanstokksmunum þá verður kostnaður við viðgerð innheimtur samkvæmt reikningi; bæði hvað varðar vinnu og efni.