Um Stúdentagarða

Um Stúdentagarða

HLUTVERK STÚDENTAGARÐA

er að bjóða nemendum við Háskóla Íslands hentugt og vel staðsett húsnæði til leigu á sanngjörnu verði. Húsnæðið er af ýmsum stærðum og gerðum en íbúðategundirnar sem í boði eru má sjá hér fyrir neðan 

 • Stúdíóíbúðir
 • Paríbúðir (tveggja herbergja íbúðir fyrir barnlaus pör)
 • Fjölskylduíbúðir (tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir fyrir barnafjölskyldur)
Herbergi með sameiginlegri aðstöðu
 • Einstaklingsherbergi (sameiginleg salerni og eldhús)
 • Einstaklingsherbergi með salernisaðstöðu (sameiginlegt eldhús)
 • Tvíbýlisherbergi (sameiginlegt salerni og eldhús meðal tveggja einstaklinga)

 

Í dag eru rúmlega 1400 stúdentaíbúðir í útleigu hjá okkur!

 • Ásgarðar, Eggertsgata 12-34
 • Gamli Garður, Hringbraut 29
 • Hjónagarðar, Eggertsgata 2-4
 • Oddagarðar, Sæmundargata 14-20
 • Mýrargarður, Sæmundargata 21
 • Skerjagarður, Suðurgata 121
 • Skjólgarður, Brautarholt 7
 • Skógargarðar, Skógarvegur 18-22
 • Skuggagarðar, Lindargata 42-46, 46A
 • Vetrargarður, Eggertsgata 6-10