Húsreglur

Húsreglur

Húsreglur Skógargarða

1. gr. Umgengni.

Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til samkvæmishalda eða annars en því er ætlað.

2.gr. Stigagangar.

Óheimilt er að geyma eða skilja eftir nokkuð á göngum hússins.

3.gr.Hjólageymsla.

Í reiðhjólageymslu ber að gæta snyrtimennsku og er einungis heimilt að geyma þar reiðhjól.

4. gr. Ræstingar

Ræstingar á göngum og stigahúsi og öðru sameiginlegu rými er á vegum Stúdentagarða.

5. gr. Sorp.

Allt sorp skal setja í sorpgáma í sorpskýlum og skal það vera í vel lokuðum plastpokum.
Með öllu er óheimilt að skilja sorppoka eftir á göngunum. Pappír og pappa skal setja í sérmerkta gáma.

6. gr. Þurrkherbergi

Þurrkherbergin eru íbúum frjálst til afnota samkvæmt umgegnisreglum sem um þau gilda

7.gr. Allsherjarþrif

Garðprófastur boðar til allsherjar þrifa einu sinni á ári, á sameign og lóð og akulu íbúar taka þátt í þeim þrifum.

8.gr. Gæludýr

Gæludýrahald er stranglega bannað í húsinu

9. gr. Bílastæði

Leigjendur hafa afnot af sameiginlegu bílastæði. Leigjendum er ekki heimilt að hafa fleiri en einn bíl að staðaldri á stæðinu og alls ekki óskráða bíla, stærri atvinnubílar, kerrur eða önnur farartæki. Óheimilt er að geyma farartæki eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stæðunum. Óskráðir bílar eru fjarlægðir á kostnað eigenda

10. gr. Viðhald

Umsjón fasteigna hefur umsjón með umgengni og að reglum sé hlýtt. Íbúum er skylt að gera umsjón fasteigna  viðvart ef bilanir eða skemmdir verða á íbúðum eða samnýtanlegu rými.

11. gr. Viðurlög

Brot á reglum þessum skal tilkynna á skrifstofu umsjónar fasteigna. Ef brot er ítrekað vísast til gildandi húsaleigusamnings.

12. gr. Húsaleigusamningur.

Reglur þessar eru settar samkvæmt ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr.9 ) og eru sérstaklega ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala ( og öfugt ) vísast í húsaleigusamning.

 

Húsreglur fyrir Mýrargarð

1.gr. Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til samkvæmishalda eða annars en því er ætlað.

2.gr. Óheimilt er að geyma eða skilja eftir nokkuð á göngum hússins.

3.gr. Í reiðhjólageymslu ber að gæta snyrtimennsku og er einungis heimilt að geyma þar reiðhjól.

4.gr. Djúpgámar eru einungis ætlaðar fyrir hússorp. Tryggið að fylgja flokkun eftir og hafið í huga að pappi sem fer í pappagám fer ekki fyrst í plastpoka. Sama gildir um mál og gler.

5.gr. Þvottahúsið er öllum íbúum hússins frjálst til afnota samkvæmt umgegnisreglum sem gilda í sameiginlegum þvottahúsum.

6.gr. Garðprófastur boðar til allsherjar þrifa einu sinni á ári, á sameign og lóð og ber íbúum að taka þátt í þeim þrifum.

7.gr. Gæludýrahald er stranglega bannað í húsinu.

8.gr. Leigjendur hafa afnot af sameiginlegu bílastæði. Leigjendum er ekki heimilt að hafa fleiri en einn bíl að staðaldri á stæðinu og alls ekki óskráða bíla, stærri atvinnubílar, kerrur eða önnur farartæki. Óheimilt er að geyma farartæki eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stæðunum. Óskráðir bílar eru fjarlægðir á kostnað eigenda.

9.gr.Íbúum ber að láta umsjón fasteigna og/eða garðprófast vita ef bilanir eða skemmdir verða í  íbúðum eða sameign hússins.

10.gr. Ef ágreiningur kemur upp varðandi slæma umgengni, hávaða eða þátttöku í þeim sameiginlegu skyldustörfum sem áður eru upptalin eða annað það sem varðar sambýlishætti í húsinu skal kvörtunum komið á framfæri við umsjón fasteigna eða á aðalskrifstofu Félagsstofnunar stúdenta.

11.gr. Reglur þessar eru settar skv. ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr.13.10) og eru ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala og öfugt er vísað til ákvæða í húsaleigusamningi. Ítrekað brot á húsreglum getur leitt til uppsagnar á húsaleigusamningi.

Húsreglur fyrir Sæmundargötu 18 & 20

1.gr. Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til samkvæmishalda eða annars en því er ætlað.

2.gr. Óheimilt er að geyma eða skilja eftir nokkuð á göngum hússins.

3.gr. Í reiðhjólageymslu ber að gæta snyrtimennsku og er einungis heimilt að geyma þar reiðhjól.

4.gr. Sorptunnur eru einungis ætlaðar fyrir húsasorp. Allt sorp skal sett í lokaðar plastumbúðir. Bláu tunnurnar eru ætlaðar fyrir pappa og pappír.

5.gr. Þvottahúsið er öllum íbúum hússins frjálst til afnota samkvæmt umgegnisreglum sem gilda í sameiginlegum þvottahúsum.

6.gr. Garðprófastur boðar til allsherjar þrifa einu sinni á ári, á sameign og lóð og ber íbúum að taka þátt í þeim þrifum.

7.gr. Gæludýrahald er stranglega bannað í húsinu.

8.gr. Leigjendur hafa afnot af sameiginlegu bílastæði. Leigjendum er ekki heimilt að hafa fleiri en einn bíl að staðaldri á stæðinu og alls ekki óskráða bíla, stærri atvinnubílar, kerrur eða önnur farartæki. Óheimilt er að geyma farartæki eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stæðunum. Óskráðir bílar eru fjarlægðir á kostnað eigenda.

9.gr.Íbúum ber að láta umsjón fasteigna og/eða garðprófast vita ef  bilanir eða skemmdir verða í  íbúðum eða sameign hússins.

10.gr. Ef ágreiningur kemur upp varðandi slæma umgengni, hávaða eða þátttöku í þeim sameiginlegu skyldustörfum sem áður eru upptalin eða annað það sem varðar sambýlishætti í húsinu skal kvörtunum komið á framfæri við umsjón fasteigna eða á aðalskrifstofu Félagsstofnunar stúdenta.

11.gr. Reglur þessar eru settar skv. ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr.13.10) og eru ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala og öfugt er vísað til ákvæða í húsaleigusamningi. Ítrekað brot á húsreglum getur leitt til uppsagnar á húsaleigusamningi.

Húsreglur fyrir Stúdentaíbúðir Sæmundargötu 14 & 16

1. Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til samkvæmishalda eða annars en því er ætlað.

2. Íbúum ber að sinna þrifum í eldhúsum samkvæmt þar til gerðum þrifahring.  Hver og einn ber ábyrgð á því að þrífa allt það sem viðkomandi notar í eldhúsinu og skila því af sér eins og hann kom að því. Allir bera jafna ábyrgð á því að setja í, setja af stað og taka úr uppþvottavélinni.

3. Óheimilt er að geyma eða skilja eftir nokkuð á göngum hússins.

4. Í reiðhjólageymslu ber að gæta snyrtimennsku og er einungis heimilt að geyma þar reiðhjól.

5. Sorptunnur eru einungis ætlaðar fyrir húsasorp. Allt sorp skal sett í lokaðar plastumbúðir. Bláu tunnurnar eru ætlaðar fyrir pappa og pappír.  Íbúum ber að flokka sorp samkvæmt leiðbeiningum sem hanga uppi í hverju eldhúsi.

6. Þvottahúsið er öllum íbúum hússins frjálst til afnota samkvæmt umgegnisreglum sem gilda í sameiginlegum þvottahúsum. Þvottavélar og þurrkarar eru virkir frá kl. 07-23.00

7. Leigjendur hafa afnot af sameiginlegu bílastæði. Leigjendum er ekki heimilt að hafa fleiri en einn bíl að staðaldri á stæðinu og alls ekki óskráða bíla, stærri atvinnubílar, kerrur eða önnur farartæki. Óheimilt er að geyma farartæki eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stæðunum. Óskráðir bílar eru fjarlægðir á kostnað eigenda.

8. Umhverfisráðherra boðar til allsherjar þrifa einu sinni á ári, á sameign og lóð og ber íbúum að taka þátt í þeim þrifum.

9. Gæludýrahald er stranglega bannað í húsinu.

10. Íbúum ber að láta umsjón fasteigna og/eða umhverfisráðherra vita ef  bilanir eða skemmdir verða á íbúðum eða sameign hússins.

11. Ef ágreiningur kemur upp varðandi slæma umgengni, hávaða eða þátttöku í þeim sameiginlegu skyldustörfum sem áður eru upptalin eða annað það sem varðar sambýlishætti í húsinu skal kvörtunum komið á framfæri við umsjón fasteigna eða á aðalskrifstofu Félagsstofnunar stúdenta.

12. Reglur þessar eru settar skv. ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr.13.10) og eru ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala og öfugt er vísað til ákvæða í húsaleigusamningi. Ítrekað brot á húsreglum getur leitt til uppsagnar á húsaleigusamningi.

Húsreglur fyrir Stúdentaíbúðir Skuggagörðum

1.gr. Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en því er ætlað.

2.gr. Óheimilt er að geyma reiðhjól eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stigapöllum.

3.gr. Í reiðhjólageymslu ber að gæta fyllsta hreinlætis og er einungis heimilt að geyma þar reiðhjól.

4.gr. Allt sorp skal setja í sorpgáma í sorpskýlum og skal það vera í vel lokuðum plastpokum. Með öllu er óheimilt að skilja sorppoka eftir á göngunum. Pappír og pappa skal setja í sérmerkta gáma.

5.gr. Þvottahúsið er öllum íbúum hússins frjálst til afnota. Forðast skal að láta þvott safnast fyrir í þvottahúsi. Þrif á þvottahúsi er á vegum Stúdentagarða . Þvottavélar og þurrkarar eru virkir frá kl. 07-23.00

6.gr. Leigjandi hefur afnot af sameiginlegu bílastæði. Fleiri en tvo bíla má leigjandi ekki hafa þar að staðaldri og alls ekki óskráða bíla ,stærri atvinnubílar, tæki ,kerrur o.þ.h . Ekki má geyma neitt það sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á bílastæðunum. Óskráðir bílar eru fjarlægðir á kostnað eigenda.

7.gr. Gæludýrahald er stranglega bannað í húsinu.

8.gr. Íbúum ber að láta umsjón fasteigna vita ef  bilanir eða skemmdir verða á íbúðum eða sameign hússins.

9.gr. Ef ágreiningur verður varðandi óþrifalega umgengni, hávaða eða þátttöku í þeim sameiginlegu skyldustörfum sem áður eru talinn eða annað það sem varðar sambýlishætti í húsinu skal kvörtunum komið á framfæri við umsjón fasteigna F.S eða á skrifstofu Stúdentagarða.

10.gr. Reglur þessar eru settar skv. ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr.13.10) og eru ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala og öfugt er vísað til ákvæða í húsaleigusamningi. Ítrekað brot á húsreglum getur leitt til uppsagnar á húsaleigusamningi.

Húsreglur fyrir Stúdentaíbúðir Skerjagarði

1.gr. Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en því er ætlað.

2.gr. Óheimilt er að geyma reiðhjól eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stigapöllum.

3.gr. Í reiðhjólageymslu ber að gæta fyllsta hreinlætis og er einungis heimilt að geyma þar reiðhjól.

4.gr. Allt sorp skal flokka eftir því sem því verður viðkomið. Djúpgámar fyrir húsasorp eru staðsettir á bílastæði. Húsgögn og aðra stærri hluti þurfa íbúar sjálfir að fara með á gámastöðvar Sorpu.

5.gr. Þvottahúsið er öllum íbúum hússins frjálst til afnota. Forðast skal að láta þvott safnast fyrir í þvottahúsi. Þrif á þvottahúsi er á vegum Stúdentagarða . Þvottavélar og þurrkarar eru virkir frá kl. 07-23.00

6.gr. Leigjendur hafa afnot af sameiginlegu bílastæði. Leigjendum er ekki heimilt að hafa fleiri en einn bíl að staðaldri á stæðinu og alls ekki óskráða bíla, stærri atvinnubílar, kerrur eða önnur farartæki. Óheimilt er að geyma farartæki eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stæðunum. Óskráðir bílar eru fjarlægðir á kostnað eigenda

7.gr. Gæludýrahald er stranglega bannað í húsinu.

8.gr. Íbúum ber að láta umsjón fasteigna vita ef  bilanir eða skemmdir verða á íbúðum eða sameign hússins.

9.gr. Ef ágreiningur verður varðandi óþrifalega umgengni, hávaða eða þátttöku í þeim sameiginlegu skyldustörfum sem áður eru talinn eða annað það sem varðar sambýlishætti í húsinu skal kvörtunum komið á framfæri við umsjón fasteigna F.S eða á skrifstofu Stúdentagarða.

10.gr. Reglur þessar eru settar skv. ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr.13.10) og eru ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala og öfugt er vísað til ákvæða í húsaleigusamningi. Ítrekað brot á húsreglum getur leitt til uppsagnar á húsaleigusamningi.

Húsreglur fyrir Stúdentaíbúðir Mýrargarði

1. Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til samkvæmishalda eða annars en því er ætlað.

2. Íbúum ber að sinna þrifum í eldhúsum samkvæmt þar til gerðum þrifahring.  Hver og einn ber ábyrgð á því að þrífa allt það sem viðkomandi notar í eldhúsinu og skila því af sér eins og hann kom að því. Allir bera jafna ábyrgð á því að setja í, setja af stað og taka úr uppþvottavélinni.

3. Óheimilt er að geyma eða skilja eftir nokkuð á göngum hússins.

4. Í reiðhjólageymslu ber að gæta snyrtimennsku og er einungis heimilt að geyma þar reiðhjól.

5. Djúpgámar eru einungis ætlaðir fyrir húsasorp. Íbúum ber að flokka sorp samkvæmt leiðbeiningum sem hanga uppi í hverju eldhúsi.

6. Þvottahúsið er öllum íbúum hússins frjálst til afnota samkvæmt umgegnisreglum sem gilda í sameiginlegum þvottahúsum. Þvottavélar og þurrkarar eru virkir frá kl. 07-23.00

7. Leigjendur hafa afnot af sameiginlegu bílastæði. Leigjendum er ekki heimilt að hafa fleiri en einn bíl að staðaldri á stæðinu og alls ekki óskráða bíla, stærri atvinnubílar, kerrur eða önnur farartæki. Óheimilt er að geyma farartæki eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stæðunum. Óskráðir bílar eru fjarlægðir á kostnað eigenda.

8. Umhverfisráðherra boðar til allsherjar þrifa einu sinni á ári, á sameign og lóð og ber íbúum að taka þátt í þeim þrifum.

9. Gæludýrahald er stranglega bannað í húsinu.

10. Íbúum ber að láta umsjón fasteigna og/eða umhverfisráðherra vita ef  bilanir eða skemmdir verða á íbúðum eða sameign hússins.

11. Ef ágreiningur kemur upp varðandi slæma umgengni, hávaða eða þátttöku í þeim sameiginlegu skyldustörfum sem áður eru upptalin eða annað það sem varðar sambýlishætti í húsinu skal kvörtunum komið á framfæri við umsjón fasteigna eða á aðalskrifstofu Félagsstofnunar stúdenta.

12. Reglur þessar eru settar skv. ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr.13.10) og eru ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala og öfugt er vísað til ákvæða í húsaleigusamningi. Ítrekað brot á húsreglum getur leitt til uppsagnar á húsaleigusamningi.

Húsreglur fyrir Stúdentaíbúðir Ásgörðum

1.gr. Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en því er ætlað.

2.gr. Óheimilt er að geyma reiðhjól eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stigapöllum. Íbúar fylgja þrifaáætlun hússins.

3.gr. Í reiðhjólageymslu ber að gæta fyllsta hreinlætis og er einungis heimilt að geyma þar reiðhjól.

4.gr. Allt sorp skal flokka eftir því sem því verður við komið . Djúpgámar fyrir húsasorp eru staðsettir við Eggertsgötu. Húsgögn og aðra stærri hluti þurfa íbúar sjálfir að fara með í gámastöðvar Sorpu.

5.gr. Þvottahúsið er öllum íbúum hússins frjálst til afnota. Ekki skal láta þvott safnast fyrir í þvottahúsi. Þrif á þvottahúsi er á vegum Stúdentagarða. Þvottavélar og þurrkarar eru virkir frá kl. 07-23.00

6.gr. Stúdentagarðar geta boðað til allsherjar þrifa einu sinni eða tvisvar á ári á lóð og sameign og ber íbúum að taka þátt í þeim þrifum.

7.gr Leigjendur hafa afnot af sameiginlegu bílastæði. Leigjendum er ekki heimilt að hafa fleiri en einn bíl að staðaldri á stæðinu og alls ekki óskráða bíla, stærri atvinnubílar, kerrur eða önnur farartæki. Óheimilt er að geyma farartæki eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stæðunum. Óskráðir bílar eru fjarlægðir á kostnað eigenda. Stæði fyrir fatlaða eru einungis fyrir þá sem rétt hafa á þeim stæðum.

8.gr. Gæludýrahald er stranglega bannað í húsinu. Nema á Eggertsgötu 16-18 (Dýragarðar).

9.gr. Íbúum ber að láta umsjón fasteigna vita ef  bilanir eða skemmdir verða á íbúðum eða sameign hússins.

10.gr. Ef ágreiningur verður varðandi óþrifalega umgengni, hávaða eða þátttöku í þeim sameiginlegu skyldustörfum sem áður eru talinn eða annað það sem varðar sambýlishætti í húsinu skal kvörtunum komið á framfæri við Umsjón Fasteigna eða á skrifstofu Stúdentagarða.

11.gr. Reglur þessar eru settar skv. ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr.13.10) og eru ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala og öfugt er vísað til ákvæða í húsaleigusamningi. Ítrekað brot á húsreglum getur leitt til uppsagnar á húsaleigusamningi.

Húsreglur fyrir Gamla Garð

1.gr. Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um herbergi sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en því er ætlað.

2.gr.Íbúum ber að sinna þrifum í eldhúsum samkvæmt áætlun sem umhverfisráðherra sér um að semja. - Hver og einn ber ábyrgð á því að þrífa allt það sem viðkomandi notaði í eldhúsinu og skila því af sér eins og hann kom að því. Allir bera jafna ábyrgð á því að setja í, setja af stað og taka upp úr uppþvottavélinni.

3.gr. Óheimilt er að geyma reiðhjól eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á göngum hússins.

4.gr. Í reiðhjólageymslu ber að gæta snyrtimennsku og er einungis heimilt að geyma þar reiðhjól.

5.gr. Sorptunnur eru einungis ætlað fyrir húsasorp. Allt sorp skal sett í lokaðar plastumbúðir.  Íbúum ber að flokka sorp samkvæmt leiðbeiningum þar um í eldhúsum.

6.gr. Þvottahúsið er öllum íbúum hússins frjálst til afnota samkvæmt umgegnisreglum sem gilda í sameiginlegum þvottahúsum. Þvottavélar og þurrkarar eru virkir frá kl. 07-23.00

7.gr. Garðsbúð er lokuð fyrir íbúa nema með sérstöku leyfi frá umsjón fasteigna eða skrifstofu FS.

8.gr  Háaloftið í risi er sameiginlegt afdrep fyrir íbúa með sjónvarpi og þráðlausunetsambandi. Íbúum ber að ganga snyrtilega um og ganga frá eftir sig eftir dvöl á Hálofti.

9.gr. Garðprófastur getur boðað til allsherjar þrifa einusinni eða tvisvar á ári á  sameign og ber íbúum að taka þátt í þeim þrifum.

10.gr. Gæludýrahald er stranglega bannað í húsinu.

11.gr. Íbúum ber að láta umsjón fasteigna umsjon@fs.is vita ef  bilanir eða skemmdir verða í herbergjum eða sameign hússins.

12.gr. Ef ágreiningur verður varðandi óþrifalega umgengni, hávaða eða þátttöku í þeim sameiginlegu skyldustörfum sem áður eru talinn eða annað það sem varðar sambýlishætti í húsinu skal kvörtunum komið á framfæri við umsjón fasteigna F.S eða á skrifstofu Stúdentagarða.

13.gr. Hagsmunafélagi Garðsbúa er heimilt að breyta þeim ofangreindum sambýlisreglum sem einungis varða íbúa hússins á löglega boðuðum fundi, ef 2/3 fundarmanna samþykkja og breytinganna getið í fundarboði.

14.gr. Reglur þessar eru settar skv. ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr.13.10) og eru ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala og öfugt er vísað til ákvæða í húsaleigusamningi. Ítrekað brot á húsreglum getur leitt til uppsagnar á húsaleigusamningi.

Húsreglur fyrir Hjónagarða og Vetrargarð

1. gr. Umgengni
Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð. Ekki skal nota svart plast sem gluggatjöld, gler getur sprungið vegna hitamismunar. Ber íbúum ætíð að hafa hugfast að valda öðrum íbúum hússins sem minnstu ónæði og óþægindum. Eftir kl. 22.00 og til kl. 07.00 má engin háreysti hafa, er raskað geti svefnfriði manna í öðrum íbúðum. Séu veislur haldnar af meiriháttar tilefni, er þó heimilt að framlengja byrjun fyrrgreinds tímabils í samráði við íbúa þeirra íbúða sem næst liggja, bæði til hliðar, að ofan og neðan. Sama gildir um svalir, þar er allt háreysti bannað sem valdið getur ónæði í nærliggjandi íbúðum.

2. gr. Garður
Akstur um garð er óheimill, undantekningar má gera ef flutningar standa yfir. Skylt er að loka hliði á eftir sér ef ekið er inn í garðinn. Íbúum ber að ganga snyrtilega um garðinn og taka til eftir sig ef garðurinn er notaður til útivistar. Hljóð skal ríkja í garðinum eftir kl. 20.00 yfir vetrartímann og eigi síðar en kl. 22.00 yfir sumartímann.

3. gr. Samkomusalur
Sal hússins má nota, ef íbúar vilja halda samkvæmi og íbúðin rúmar ekki alla gesti. Ákveðnar reglur gilda um slík samkvæmi:

 1. Heimild til afnota af salnum er veitt á skrifstofu Umsjónar fasteigna.
 2. Samkvæmið skal vera lokað og þess gætt að aðrir íbúar hússins verði ekki fyrir ónæði af völdum hávaða og umgangs.
 3. Samkvæmi skal lokið fyrir kl. 22.00
 4. Salnum skal skila hreinum að samkvæmi loknu.
 5. Garðprófastur sér um afhendingu lykla að salnum og úttekt á honum að samkvæmi loknu.

 4. gr. Lesstofa
Lesstofa er öllum íbúum frjáls til afnota. Lesstofa skal vera læst ef hún er ekki í notkun. Húsfélag íbúa velur lesstofustjóra og setur nánari reglur um umgengni.

5. gr. Þvottahús
Rekstur þvottahúsa er í höndum Stúdentagarða. Reglur um notkun þvottahúss:

 1. Þvottavélar og þurrkarar eru virkir frá kl. 07.00 -23.00.
 2. Óheimilt er að geyma þvottaefni í þvottahúsinu.
 3. Setja skal bala fyrir framan vélarnar meðan þær eru í notkun.
 4. Þvottur sem safnast fyrir í þvottahúsi er fjarlægður reglulega. Þvottahús skal alltaf vera læst.

6. gr. Ræstingar
Ræstingar á göngum og í stigahúsi eru á vegum Stúdentagarða. Allsherjarhreingerning á lóð, í sameign og hjólageymslum skal halda einu sinni á ári og ber fulltrúa úr hverri íbúð að taka þátt. Heimilt er að  innheimta sektargjald ef fulltrúi mætir ekki. Gjaldið rennur í hússjóð.

7. gr. Djúpgámar
Fimm flokkanir á rusli: pappi, plast, gler, málmar og almennt sorp. Ekki skal setja pappa, gler og málma í plastpoka áður en sorpið fer í viðeigandi gáma. Bilanir skal tilkynna til Umsjónar fasteigna og nýta sér aðra djúpgáma á svæðinu. Ekki má leggja bílum við djúpagáma.

8. gr. Sameign
Um annað samnýtanlegt húsnæði gilda eftirtalin ákvæði:

 1. Allar útidyr hússins skulu vera læstar allan sólarhringinn.
 2. Óheimilt er að leggja bílum framan við útidyr nema í neyðartilfellum.
 3. Húsdýrahald er með öllu bannað.
 4. Börn skulu ekki bera með sér drykki eða mat út á gangana.
 5. Lyftu skal ekki nota til leiks.
 6. Börn skulu ekki vera að leik á göngum eftir kl. 20.00
 7. Leikföng skal fjarlægja af göngum að kvöldi dags.
 8. Óheimilt er að hjóla á eða geyma tvíhjól á göngum. Einnig er notkun hjólaskauta, hjólabretta og hlaupahjóla bönnuð á göngunum sem og annað það sem valdið getur skemmdum eða slysum.
 9. Skó skal geyma í skógrindum ef þeir eru geymdir á göngum og þrífa íbúar sjálfir í kring um skógrindurnar.
 10. Óheimilt er að geyma eða skilja eftir rusl, húsgögn, raftæki eða annað á göngunum.
 11. Stúdentagarðar bera enga ábyrgð á því sem íbúar geyma á göngum hússins eða geymslum.

9. gr. Bílastæði
Leigjendur hafa afnot af sameiginlegu bílastæði. Leigjendum er ekki heimilt að hafa fleiri en einn bíl að staðaldri á stæðinu og alls ekki óskráða bíla, stærri atvinnubílar, kerrur eða önnur farartæki. Óheimilt er að geyma farartæki eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stæðunum. Óskráðir bílar eru fjarlægðir á kostnað eigenda.

10. gr. Viðhald
Umsjón fasteigna hefur umsjón með umgengni og að reglum sé hlýtt. Íbúum er skylt að gera Umsjón fasteigna viðvart ef bilanir eða skemmdir verða á íbúðum eða samnýtanlegu rými.

11. gr. Viðurlög
Brot á reglum þessum skal tilkynna til skrifstofu Umsjónar fasteigna. Ef brot er ítrekað vísast til ákveða í gildandi húsaleigusamningi.

12. gr. Hagsmunafélag
Á Vetrargarði og Hjónagörðum starfar hagsmunafélag íbúa og heldur það húsfundi reglulega. Allir íbúar hússins skulu vera félagsmenn og skylt er hverri íbúð að greiða í hússjóð. Húsfund skal boða með a.m.k. viku fyrirvara. Einum fulltrúa úr hverri íbúð er skylt að mæta á húsfund. Heimilt er að innheimta sektargjald ef ekki er mætt. Gjaldið rennur í hússjóð.

13. gr. Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn á haustin ár hvert. Á aðalfundi skal kjósa 4 manna húsráð (4 í aðalstjórn og 4 til vara) sem skipta með sér verkum.

14. gr. Húsaleigusamningur
Reglur þessar eru settar samkvæmt ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr. 14.12) og eru sérstaklega ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala (og öfugt) vísast í húsaleigusamning.

Húsreglur: Skjólgarður

1.gr. Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um íbúðir, sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en því er ætlað.

2.gr. Óheimilt er að geyma reiðhjól eða annað sem veldur þrengslum, óþrifnaði eða óprýði á stigapöllum/göngum.

3.gr. Í reiðhjólageymslu ber að gæta fyllsta hreinlætis og er einungis heimilt að geyma þar reiðhjól.

4.gr. Allt sorp skal setja í sorpgáma í sorpskýlum og skal það vera í vel lokuðum plastpokum. Með öllu er óheimilt að skilja sorppoka eftir á göngunum og stigahúsi. Pappír og pappa skal setja í sérmerkta gáma.

5.gr. Þvottahúsið er öllum íbúum hússins frjálst til afnota.  Forðast skal að láta þvott safnast fyrir í þvottahúsi. Íbúar skuli ganga vel um og passa upp á þvottaefni og mýkingareyði.

6.gr. Gæludýrahald er stranglega bannað í húsinu.

7.gr. Íbúum ber að láta Umsjón fasteigna vita ef  bilanir eða skemmdir verða á íbúðum eða sameign hússins. Senda skal viðgerðarbeiðni vegna viðhalds og viðgerða.

8.gr. Ef ágreiningur verður varðandi óþrifalega umgengni, hávaða eða þátttöku í þeim sameiginlegu skyldustörfum sem áður eru talin eða annað það sem varðar sambýlishætti í húsinu skal kvörtunum komið á framfæri við Umsjón Fasteigna F.S eða á skrifstofu Stúdentagarða.

9.gr. Aðeins leigutökum er heimilt að búa í íbúðum og nota sameiginleg rými hússins. Framleiga telst óheimil og það á einnig við um lán á húsnæði til vina og ættingja, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei.

10.gr. Reglur þessar eru settar skv. ákvæði í gildandi húsaleigusamningi (gr.13.10) og eru ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum hússins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala og öfugt er vísað til ákvæða í húsaleigusamningi. Ítrekað brot á húsreglum getur leitt til uppsagnar á húsaleigusamningi.