Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skil á húsnæði

Finna má upplýsingar frá Umsjón fasteigna í hverri íbúð/herbergi sem þarf að fara eftir við skil á húsnæði. Ef þeim upplýsingum er ekki fylgt nákvæmlega, þá verður það sem eftir stendur gert á kostnað fráfarandi leigjenda.  

T.a.m. ber leigjendum í flestum húsum að bóna gólf við brottför og þrífa þarf húsnæðið. Ef þrífa þarf húsnæði eftir að leigutaki skilar því af sér eru þrif reiknuð eftir fermetrafjölda og reikningur sendur á viðkomandi leigutaka.

Gott er að setja sig í samband við Umsjón Fasteigna fyrir frekari upplýsingar, umsjon(hjá)fs.is.