Beint á efnisyfirlit síðunnar

Internet

Hvernig skal tengjast stúdentagarðanetinu. Veldu möguleika a eða b:
 
A) Þú þarft að eiga kapalsnúru (Bóksala stúdenta, tölvubúðir) og finna fastanúmer (MAC–adressu) tölvunnar. Þá ertu með kapalsnúruna tengda frá vegg og í tölvuna.
Inn á rhi.hi.is finnur þú leiðbeiningar hvernig finna skuli fastanúmer tölvunnar þinnar. Sjá svo skráningu fastanúmers í Uglu neðar. 
 
B) Þú færð þér kapalsnúru (Bóksala stúdenta, tölvubúðir) og ethernet beini, e. router (Bókasala Stúdenta, allar helstu tölvubúðir). Þá getur þú tengt tölvu, snjallsíma o.fl. þráðlaust við beini þinn. Aftan á ethernet beini þínum er mac – id. Sjá svo skráningu fastanúmers hér fyrir neðan.
 
Skráning fastanúmers (MAC adressa)
Skráðu þig inn í Uglu og smelltu á "Tölvuþjónusta" - í framhaldinu velur þú "Umsókn um þjónustu". Þar á eftir smellir þú á "Sækja um nettengingu". Þá á að birtast box sem í stendur "Nettenging á stúdentagörðum". Þar þarft þú að smella á "Sækja um aðgang"  Opnast þá nýr gluggi  þar sem hægt er að setja inn fastanúmer tækis (MAC) og þar skrifið þið inn MAC addressuna sem þið funduð í skrefinu hér á undan (eða routernúmer). Ekki þarf að hafa bil á milli stafa og stórir stafir og litlir stafir skipta ekki máli. Svo er smellt á "Klára umsókn". 30 mínútum síðar er skráningin komin í gegn.
 
Vandamál? 
Ef þú sérð ekki þennan möguleika í Uglunni („Nettenging á stúdentagörðum“) þá er einhver annar skráður fyrir íbúðinni eða skráningin á nýjum íbúa er ekki komin í gegn en íbúaskrá uppfærist eftir kl. 18.00 alla virka daga. Því birtist sá hnappur oft ekki fyrr en 1-2 dögum eftir að þú sækir lykil að íbúðinni. Hafðu samband við umsjon@fs.is, 570-0822 til að ath hvort búið sé að merkja lyklaafhendingu á þig og lyklaskil á fyrri leigutaka. Ef það er klárt, getur þú haft samband við Reiknistofnun og kannað hvað vandamálið er. 
Sumir routerar senda t.d ranga IP-adressu frá sér og get þeir hjá RHI kannað það fyrir þig. Oftast nær þarf ekki að gera meira en stundum er netkortið ekki rétt stillt til að taka við IP tölu og því þarf að stilla það rétt. Smelltu á rétt stýrikerfi til að sjá hvernig þú stillir netkortið rétt. Sjá einnig á http://rhi.hi.is/gardanet