Beint á efnisyfirlit síðunnar

Afhending lykla

Leigutakar sækja lykla til Umsjónar fasteigna í Eggertsgötu 6 á upphafsdegi samnings eða eftir þann dag, virka daga á milli kl. 9-13. Við afhendingu lykla framvísar leigutaki undirrituðum leigusamningi. 
 
Við móttöku lykla að leigðu húsnæði skrifa nýir leigjendur undir úttekt Umsjónarmanns fasteigna sem hann gerir á öllum íbúðum við hver leigjendaskipti. Leigjandi fær síðan sjö daga frest til að skila sérstöku eyðublaði, hafi hann einhverjar athugasemdir við úttektina. Að þeim tíma liðnum er litið svo á að úttekt umsjónarmanns sé samþykkt.