Flutningar inn og út

Flutningar inn og út

Athugið að lesa vel ákvæði leigusamnings, úthlutunarreglur Stúdentagarða og húsreglur áður en flutt er inn í íbúð á Stúdentagörðum

  • Leigutakar fá sitt eintak af leigusamningi við undirritun leigusamnings
  • Úthlutunarreglur FS
  • Húsreglur hanga uppi í byggingum
  • Við flutning úr íbúð er mikilvægt að skoða leiðbeiningar um skil og frágang á íbúðum sem má nálgast hjá Umsjón fasteigna (umsjon(hjá)fs.is).

Leigutakar sækja lykla til Umsjónar fasteigna á Eggertsgötu 6 á upphafsdegi samnings eða eftir þann dag. Skrifstofa Umsjónar fasteigna er opin virka daga á milli kl. 9-13. Við afhendingu lykla framvísar leigutaki undirrituðum leigusamningi. 
 
Við móttöku lykla að leigðu húsnæði skrifa nýir leigjendur undir úttekt Umsjónar fasteigna sem gerð er á öllum íbúðum við hver leigjendaskipti. Leigjandi fær síðan sjö daga frest til að skila sérstöku eyðublaði, hafi hann einhverjar athugasemdir við úttektina. Að þeim tíma liðnum er litið svo á að úttekt umsjónarmanns sé samþykkt.

Leigjendur sækja um húsnæðisbætur á www.husbot.is

Við mælum með því að samningur sé hafður til hliðsjónar þar sem fylla þarf út kennitölu Félagsstofnunar stúdenta og fastanúmer húsnæðis.

Hvernig skal tengjast stúdentagarðanetinu

Veldu möguleika A eða B:

A) Þú þarft að eiga kapalsnúru (Bóksala stúdenta, tölvubúðir) og finna fastanúmer (MAC–adressu) tölvunnar. Þá ertu með kapalsnúruna tengda frá vegg og í tölvuna.
Inni á rhi.hi.is finnur þú leiðbeiningar hvernig finna skuli fastanúmer tölvunnar þinnar. Sjá svo skráningu fastanúmers í Uglu neðar.

B) Þú færð þér kapalsnúru (Bóksala stúdenta, tölvubúðir) og ethernet beini, (e. router) sem fæst í Bóksölu Stúdenta eða öllum helstu tölvubúðum. Þá getur þú tengt tölvu, snjallsíma o.fl. þráðlaust við beini þinn. Aftan á ethernet beini þínum er mac – id. Sjá svo skráningu fastanúmers hér fyrir neðan.

 
Skráning fastanúmers

(MAC adressa)

Skráðu þig inn í Uglu og smelltu á "Tölvuþjónusta" - í framhaldinu velur þú "Umsókn um þjónustu". Þar á eftir smellir þú á "Sækja um nettengingu". Þá á að birtast box sem í stendur "Nettenging á stúdentagörðum". Þar þarft þú að smella á "Sækja um aðgang" Opnast þá nýr gluggi þar sem hægt er að setja inn fastanúmer tækis (MAC) og þar skrifið þið inn MAC addressuna sem þið funduð í skrefinu hér á undan (eða routernúmer). Ekki þarf að hafa bil á milli stafa og stórir stafir og litlir stafir skipta ekki máli. Svo er smellt á "Klára umsókn". 30 mínútum síðar er skráningin komin í gegn.

 
Vandamál að tengjast?

Ef þú sérð ekki möguleikann „Nettenging á stúdentagörðum“ í Uglunni, þá er einhver annar skráður fyrir íbúðinni eða skráningin á nýjum íbúa (þér) er ekki komin í gegn en íbúaskrá uppfærist eftir kl. 18.00 alla virka daga. Því birtist sá hnappur oft ekki fyrr en 1-2 dögum eftir að þú sækir lykil að íbúðinni.

Ef hnappurinn birtist ekki 1-2 dögum eftir að þú sækir lykilinn hafðu þá samband við umsjon(hjá)fs.is eða í s: 570-0822 til að athuga hvort búið sé að merkja rétt við lyklaafhendingu á þig og lyklaskil á fyrri leigutaka.

Ef það er klárt, getur þú haft samband við Reiknistofnun og kannað hvað vandamálið er. Sumir routerar senda t.d. ranga IP-addressu frá sér og geta þau hjá RHÍ kannað það fyrir þig. Oftast nær þarf ekki að gera meira en stundum er netkortið ekki rétt stillt til að taka við IP tölu og því þarf að stilla það rétt. Smelltu á rétt stýrikerfi til að sjá hvernig þú stillir netkortið rétt. Sjá einnig á http://rhi.hi.is/gardanet

Kaupfélag stúdenta er staðsett inni í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Þar er hægt að kaupa sitthvað sem gæti verið gagnlegt í stúdentaíbúðinni þinni, svo sem sturtuhengi, beini (e. router), stofustáss, kapalsnúrur, gjafir og annað nytsamlegt sem og misgáfulegt en þó alltaf skemmtilegt!

Allar okkar vörur eru á stúdentaverði og því alltaf í forgangi að halda verðlagi niðri.

Mikilvægt er að íbúar tilkynni Póstinum rétt heimilisfang þegar flutt er á Stúdentagarða. Ekki er nóg að breyta heimilisfangi hjá Þjóðskrá til þess að póstur berist á rétt heimilisfang. Tilgreina þarf íbúðarnúmer ef tryggt á að vera að póstur komist til skila.

Eins er mikilvægt að við brottflutning af görðum sé nýtt heimilisfang tilkynnt til skrifstofu Umsjónar fasteigna.

Finna má upplýsingar frá Umsjón fasteigna í hverri íbúð/herbergi sem þarf að fara eftir við skil á húsnæði. Ef þeim upplýsingum er ekki fylgt nákvæmlega, þá verður það sem eftir stendur unnið á kostnað fráfarandi leigjanda.  

Til að mynda er leigjendum í flestum húsum, skylt að bóna gólf við brottför en öllum fráfarandi leigjendum er skylt að þrífa húsnæðið. Ef þrífa þarf húsnæði eftir að leigutaki skilar því af sér eru þrif reiknuð eftir fermetrafjölda og reikningur sendur á viðkomandi leigutaka.

Gott er að setja sig í samband við Umsjón fasteigna fyrir frekari upplýsingar, umsjon(hjá)fs.is.