Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ógreidd leiga

Gjalddagi er sú dagsetning sem æskilegt er að greiða reikning eða skuld. Eindagi er allra síðasti dagur til að greiða reikning áður en við bætast dráttarvextir og vanskilagjald.

Ferlið sem tekur við þegar reikningur hefur ekki verið greiddur eftir eindaga:
 
Eindagi +1 dagur– Innheimtuviðvörun er send frá banka viðkomandi leigutaka. 
Eindagi +11 dagar– símtal frá Momentum.
Eindagi +20 dagar– Lokaaðvörun frá Momentum.
Eindagi +30 dagar– Greiðsluáskorun.
Eindagi +38 dagar– Riftun frá Gjaldheimtunni.