Beint á efnisyfirlit síðunnar

Milliflutningur

Heimilt er að sækja um milliflutning á milli íbúðategunda á görðum en greiða þarf milliflutningsgjald fyrir flutninginn sem er nú 10.000 kr. 
 
Samkvæmt úthlutunarreglum Stúdentagarða fer milliflutningsfólk í T-flokk þegar kemur að forgangi. Vert er að taka fram að sæti á biðlista þegar um milliflutning er að ræða, gefur ekki raunsæja mynd af stöðunni, þar sem önnur lögmál heyra um milliflutning en þegar umsækjendur fá fyrstu úthlutun og koma inn sem nýir íbúar á görðum. Sjá nánar í úthlutunarreglum Stúdentagarða: http://www.studentagardar.is/umsokn/uthlutunarreglur/.
  
Til að sækja um milliflutning skal skrá sig inn á heimasvæði viðkomandi leigjanda og smella á milliflutning og fylla allar tilskyldar upplýsingar inn í umsóknarformið.