Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiga

Á fyrstu dögum hvers mánaðar kemur innheimta á leigugreiðslum inn á heimabanka leigutaka, innheimt er fyrir fram fyrir hvern mánuð. Þeir íbúar sem vilja fá senda greiðsluseðla á pappír verða að óska eftir því með tölvupósti á leiga(hjá)fs.is. 
 
Ef ekki er greitt fyrir eindaga, þá leggst á vanskilagjald og dráttarvextir, sem reiknast frá gjalddaga. Eindagi er 15. hvers mánaðar. Sjá meira um seinkun á leigugreiðslu
 
Hiti og rafmagn er innheimt með húsaleigunni en nettenging er innifalin í leigu. Leiguverð er tengt vísitölu neysluverðs og breytist því mánaðarlega. Upplýsingar um núgildandi verð er að finna á www.studentagardar.is undir liðnum Íbúðir.
 
Íslenskir leigutakar þurfa ekki að reiða fram húsaleiguábyrgð af neinu tagi, heldur greiða einungis 4.000 kr. í umsýslugjald sem innheimtist fyrir hvern gerðan samning. Það þýðir að ef leigjandi framlengir samning, þá kemur aftur 4.000 kr. rukkun.