Beint á efnisyfirlit síðunnar

Húsgögn

Húsgögn fylgja herbergjum á Gamla Garði og á Oddagörðum, en hægt er að fá rúm, borð og stól inn í aðrar íbúðir gegn 15.000 króna greiðslu. 
 
Ekki er heimilt að fjarlægja húsgögn úr herbergjum sem fylgja með íbúðum, án samráðs við Umsjón fasteigna. Það sama gildir um að flytja húsgögn á milli rýma.

Í þeim tilfellum sem íbúi (á einungis við um herbergi á Sæmundargötu 14 og 16) óskar eftir því að nota eigið rúm er hægt að senda póst á umsjon@fs.is með slíkri beiðni. Flutnings- og geymslugjald er 7.500 kr.