Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gluggar

Mikilvægt er að íbúar lofti reglulega út í íbúðum og herbergjum sínum allt árið um kring og sérstaklega þegar kalt er úti.
Þegar heitt og rakt loft inni og kalt loft úti mætast á rúðum myndast raki innan á rúðum. Þá þarf að lofta út og þurrka glugga, gluggakistur og karma ef vatn sest í glugga. Ef þetta er ekki gert eru skemmdir fljótar að myndast. Af sömu ástæðu er mikilvægt að draga frá gluggum yfir daginn svo heitt og rakt loft lokist ekki innan á rúðunni.
 
Athugið að óheimilt er að birgja glugga með plastpokum, öðru plasti, pappa eða öðrum efnum. Við það myndast mikill hitamismunur í sólskini sem veldur miklu álagi á rúður og hættu á að þær springi. Springi rúður af þessum sökum, eða ef aðrar skemmdir verða vegna vanrækslu leigutaka við eðlilega útloftun, eru viðgerðir á kostnað leigutaka.