Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framlenging leigusamninga

Samningarnir eru almennt gerðir til eins leigutímabils í senn og endurnýjast að þeim tíma liðnum að uppfylltum skilyrðum úthlutunarreglna.
 
Ferlið gengur þannig fyrir sig að í aprílmánuði óska núverandi íbúar eftir framlengingu á leigusamningi en þeim er skylt að fara inn á heimasvæði sín og svara þar hvort þeir óski eftir framlengingu eða ekki. Þær upplýsingar segja til um hvort framlengja eigi leigusamninginn (þ.e. að því gefnu að skilyrði úthlutunarreglna Stúdentagarða fyrir framlengingu séu einnig uppfyllt) eða finna eigi nýja leigutaka í húsnæðið.

Þegar ljóst er að nemandi hefur náð tilskyldum einingum, er skráður í háskólanám og er skuldlaus hjá Stúdentagörðum er húsaleigusamningur framlengdur rafrænt.