Beint á efnisyfirlit síðunnar

Brunakerfi

Leigutakar eru skyldugir að kynna sér sérstaklega brunakerfi húsa og fylgja leiðbeiningum um viðbrögð við brunaboða sem eru í íbúðunum til fullnustu. Leiðbeiningar má finna í öllum íbúðum. Eigi íbúar við skynjara svo að það hafi áhrif á brunaboða í húsnæði Stúdentagarða lendir konstaður við lagfæringar alfarið á viðkomandi íbúa. Umsjón með kerfum og viðgerð er einungis  í höndum öryggisþjónusta og fer kostnaður eftir gjaldskrá viðkomandi fyrirtækis hverju sinni. Íbúum er ekki heimilt að sinna lagfæringum á kerfinu sjálfir, til að takmarka/forðast kostnað, þegar átt hefur við kerfið á annan hátt en leiðbeiningar sýna. 

Vetragarður, Oddagarðar, Gamli Garður og Skerjagarður eru með brunaviðvörunarkerfi sem er tengt í stjórnstöð Securitas. Leiðbeiningar fyrir kerfi má finna við inngang í allar íbúðir sem íbúar verða að kynna sér.
Töluverður kostnaður getur hlotist af fyrir íbúa ef kerfi fer af stað í íbúð án þess að viðkomandi íbúi bregðist rétt við.

Skjólgarður er með brunaviðvörunarkerfi sem tengt er í stjórnstöð Öryggismiðstöðvar. Íbúar skulu kynna sér leiðbeiningar svo að rétt sé staðið að, fari kerfið af stað. Töluverður kostnaður hlýst af, bregðist íbúar ekki við falskri viðvörun. Undir engum kringumstæðum má taka brunaboða úr hlustri í lofti, kalla þarf til tæknimann til að laga og endurstilla kerfi. Slíkt hefur mikinn kostnað í för með sér, fyrir leigutaka. 

Vakin er athygli á að best er að tryggja loftun/reykræstingu áður en kerfið er endurstillt, ef kerfið fer af stað við eldamennsku, svo áreitið á skynjarann haldi ekki áfram með þeim afleiðingum að kerfið fari strax aftur í gang.