Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ábyrgð leigjenda

Félagsstofnun stúdenta (FS) ber ekki ábyrgð á skemmdum á eða glötuðum eigum íbúa, hvort sem eigur eru skildar eftir í þvottahúsi, hjólageymslu eða annarri sameign hússins. Undantekningar eru þó skemmdir á fatnaði sem sannanlega má rekja til bilunar á þvottavélum FS.

Íbúi er ábyrgur fyrir því húsnæði sem hann býr í allan leigutímann og því er mikilvægt að kynna sér allt er við kemur húsnæðinu sjálfu, þrifum, hvernig umgengni skal háttað o.s.frv. Sérstaklega er bent á mikilvægi þess að lofta út og passa að vatn liggi ekki í gluggakistum. Það getur orsakað raka í húsnæði.