Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umsókn

S: Hverjir geta sótt um hjá Stúdentagörðum?
Allir sem stunda fullt nám við Háskóla Íslands geta sent inn umsókn. Hafir þú greitt skrásetningargjald við HÍ telst þú nemandi.

S: Komast allir á biðlista?
Nei, sumir uppfylla ekki þau skilyrði sem krafist er. Því er best að lesa úthlutunarreglurnar áður en sótt er um.
https://www.studentagardar.is/umsokn/uthlutunarreglur/

S: Geta bara nemendur í Háskóla Íslands sótt um?
Skilyrði þess að sækja um á Stúdentagörðum er að viðkomandi umsækjandi sé skráður nemandi við Háskóla Íslands og stundi þar fullt nám.

S: Ég stunda nám við HÍ en ekki maki minn. Við eigum börn og okkur langar að sækja um á Stúdentagörðum. Getum við það?
Já, sá sem sækir um fjölskylduhúsnæði þarf að stunda nám við Háskóla Íslands og eiga barn/börn. Ef þú átt maka þá skráir þú hann í umsóknina en hann þarf ekki að vera nemandi við HÍ. Þið njótið þó aðeins lægri forgangs. Meira um málið má finna í úthlutunarreglum.