Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leigugreiðslur

S: Hvar finn ég leiguupphæðir á Stúdentagörðum?

Leiguupphæðir Stúdentagarða eru misjafnar eftir íbúðategundum og staðsetningu en hægt er að sjá leiguverð inn á www.studentagardar.is og er leigutímabilið alltaf frá fyrsta til fyrsta hvers mánaðar. 

S: Hvað gerist ef ég greiði ekki leiguna?
Gjalddagi er sú dagsetning sem er æskilegt að greiða reikning eða skuld. Eindagi er allra síðasti dagur til að greiða reikning áður en við bætast dráttarvextir og vanskilagjald.
 
Ferlið sem tekur við þegar reikningur hefur ekki verið greiddur eftir eindaga:
 
Eindagi +1 dagur– Innheimtuviðvörun er send frá banka viðkomandi leigutaka. 
Eindagi +11 dagar– símtal frá Momentum.
Eindagi +20 dagar– Lokaaðvörun frá Momentum.
Eindagi +30 dagar– Greiðsluáskorun.
Eindagi +38 dagar– Riftun frá Gjaldheimtunni.
 
Íbúi sem greiðir ekki janúarmánuði gæti því þurft að skila af sér húsnæði í lok mars, sé ekkert að gert.

S: Hvernig get ég séð sundurliðun á reikningi?
Í heimabankanum þínum undir rafræn skjöl. Þar getur þú séð reikninginn þinn sundurliðaðan.
 
S: Ég flyt út í mánuðinum, þarf ég að borga fulla leigu?

Nei, ef þú flytur út um miðjan mánuð þarftu ekki að borga fulla leigu. Stundum skuldfærist þó full leiga í upphafi mánaðar en þú færð þá daga endurgreidda.

S: Þarf ég að greiða leigu af tveimur íbúðum ef ég milliflyt?
Nei, þú greiðir aldrei leigu af tveimur íbúðum á sama tíma þegar um milliflutning er að ræða. Starfsfólk velur dagsetningar svo að hlutirnir gangi upp.

S: Ég fékk íbúð seinna en samningurinn segir til um, fæ ég endurgreitt þá daga sem ég missti?
Samkvæmt úthlutunarreglum áskilja Stúdentagarðar sér þann rétt að draga afhendingu í allt að fimm daga án þess að leiga lækki. Allt umfram það skal endurgreitt að fullu.

S: Er hægt að greiða með kreditkorti?
Nei, við bjóðum ekki upp á greiðslu með kreditkorti.