Beint á efnisyfirlit síðunnar

Húsnæðisbætur

S: Hvar sæki ég um húsnæðisbætur? 
Þú sækir um húsnæðisbætur inn á husbot.is.

Þegar þú sækir um þarftu að hafa leigusamninginn þinn hjá þér því þar finnur þú m.a. kennitöluna okkar, upphæð leigu, fastanúmer íbúðar og fleira sem þú þarft að gefa upp.

Ef þú lendir í vandræðum með að finna fastanúmer á íbúðinni þá finnur þú það með því að fara inn á Þjóðskrá og slá inn heimilisfangið þitt.