Covid 19

Covid 19

Eins og stúdentar við Háskóla Íslands vita eru byggingar háskólans lokaðar en við höfum samband við þá aðila sem þurfa að skrifa undir leigusamninga og sækja lykla (10-12 virka daga á Eggertsgötu 6). Hægt er skila lyklum í gegnum bréfalúgu á Umsjón fasteigna. Eftir sem áður er hægt að ná á okkur í gegnum tölvupóst og síma.

Til að bregðast við því ástandi sem skapast hefur vegna heimsfaraldursins Covid-19 munu Stúdentagarðar FS tímabundið draga úr kröfum um námsframvindu. Að loknu skólaárinu haust 2019 - vor 2020 nægir að þeir sem sækjast eftir áframhaldandi búsetu sýni fram á að hafa lokið 20 ects einingum samtals á báðum misserum, þ.e. haust 2019 og vor 2020. Skal einnig sýnt fram á að nám verði stundað á haustmisseri 2020.  Auk þess verður reglum um hámarksdvalartíma ekki fylgt eftir nú á vormisseri 2020. 

Þeim sem lenda í tímabundnum tekjumissi vegna aðstæðnanna verður gefið svigrúm til að greiða 75% af leiguverði fram til 30. júní, þ.e. leigu í apríl, maí og júní.  Eldri gjalddagar eru óbreyttir. Þeir sem kjósa þetta úrræði þurfa að hafa gert upp útistandandi skuld 30. júní 2020. Er það skilyrði fyrir endurúthlutun á haustmisseri 2020. Reglur um uppsögn á leigusamningi eru óbreyttar.

Með þessari ákvörðun er stjórn FS að veita tilslökun á leigugreiðslum tímabundið vegna aðstæðnanna.

Þá hefur stjórn FS ákveðið að opna fyrir móttöku nýrra umsókna um húsnæði á Stúdentagörðum fyrr en áður. Nýir nemendur við HÍ geta nú sótt um frá og með 1. maí í stað 1. júní samkv. úthlutunarreglum.