Beint á efnisyfirlit síðunnar

Búseta

S: Hvað þarf ég að skila af mér mörgum einingum á hverju misseri?
Íbúar þurfa að skila af sér 20 einingum á hverju misseri, samtals 40 einingum á skólaári. Athugið að í paríbúðum og fjölskylduíbúðum, gildir það einnig um maka nema í undantekningartilfellum. Það skaltu fá á hreint strax við undirskrift leigusamnings. 

S: Við hvern tala ég ef eitthvað bilar hjá mér?

Ef raftæki eða annað sem tilheyrir íbúðum Stúdentagarða bilar eða skemmist sendir þú inn viðgerðarbeiðni í gengum "mínar síður"
 
S: Hvernig set ég upp internet?
Til að setja upp internet þarf alltaf að kaupa kapalsnúru. Leigjandi ræður svo sjálfur hvort hann kaupi einnig router fyrir wifi. Snúran er tengd við tölvutengi í vegg íbúðar, annaðhvort beint í tölvu eða í router. Því næst fylgir leigjandi leiðbeiningum um uppsetningu internetsins sem hann fær á skrifstofu Stúdentagarða. Þá ætti internetið að vera komið upp. Ef leigjandi er með router og ofangreindar leiðbeiningar virka ekki þarf leigjandi að hafa samband við Reiknistofnun Háskóla Íslands.
 
S: Netið er hætt að virka hjá mér. Hvað á ég að gera?
Byrjaðu á því að athuga hvort allt sé tengt heima, snúrur í sambandi og/eða beinir (e. routerinn þinn). Svo skaltu setja þig í samband við Reiknistofnun HÍ.

S: Má ég áframleigja til annars aðila? Eða lána vini íbúðina í stuttan tíma?
Öll framleiga er stranglega bönnuð, í styttri eða lengri tíma, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei. Það þýðir að aðeins þeir sem koma fram á leigusamningi mega búa í íbúðinni/herberginu.
Vinir og fjölskylda sem fá íbúð lánaða tímabundið falla því einnig þar undir. Húsnæði er einungis ætlað leigutaka og þeim sem koma fram á umsókn.
Þó er hægt að gera undantekningu t.d skiptináms en þó aðeins ef þú býrð í stúdíó íbúð, paríbúð eða fjölskylduíbúð. Framleigutaki verður að stunda nám við Háskóla Íslands. Fyrsta skref er að hafa samband við skrifstofu Stúdentagarða.

S: Ég læsti mig úti. Hvernig ber ég mig að?
Þú verður að hafa samband við lásaþjónustuna. Ef það er opið á Umsjón Fasteigna (9-13 mán- fös) getur þú haft samband og athugað hvort hægt sé að smíða nýjan lykil fyrir þig.

S: Það er íbúasalur í húsinu mínu. Get ég fengið hann lánaðan til einkanota?
Þú getur óskað eftir því að fá hann lánaðan já. Settu þig í samband við Umsjón fasteigna til að sjá hvort hann sé laus, umsjon@fs.is. Einnig ber þér að kynna þér reglurnar áður en útleiga er staðfest.

S: Hvað er í íbúðinni minni?

Það er misjafnt eftir íbúðategundum hvað fylgir með þeim þegar leigjandi flytur inn. Í einstaklings-, par- og fjölskylduíbúðum fylgja ísskápur, ofn/helluborð og skápar en í einstaklingsherbergjum með sameiginlegri aðstöðu fylgja rúm, skrifborð og skrifborðsstóll. Allt til alls er í eldhúsum. í tvíbýlum eru hefðbundnar innréttingar og í týpu 5-5 fylgir einnig túm, skrifborð og skrifborðsstóll. 

S: Við hvern tala ég ef ég verð fyrir ónæði?
Ef þú verður fyrir ónæði annarra leigjanda á Stúdentagörðum skaltu hafa samband við skrifstofu Stúdentagarða. Sé ónæðið verulegt getur þú einnig haft samband við lögreglu.