Beint á efnisyfirlit síðunnar

Biðlisti

S: Ég er alltaf að færast neðar á biðlista, hvers vegna er það?
Það er eðlilegt að færast upp og niður biðlistana, því listarnir eru lifandi. Þú færist upp lista ef einhver fær úthlutun og niður listann þegar nýjar umsóknir eru teknar inn. Það er ákveðinn forgangur á listum (sjá úthlutunarreglur) og því færist þú niður þegar einhver kemur inn á lista í hærri forgangi. Farið er yfir umsóknir einu sinni í mánuði.

Dæmi: Einstaklingshúsnæði - höfuðborgarbúar færast niður biðlista þegar aðilar með búsetu utan höfuðborgar eru samþykktir inn á lista. Fjölskylduhúsnæði – fjölskylda með eitt barn færist niður lista þegar fjölskylda með tvö eða fleiri börn eru tekin inn á lista. Teknar eru inn nýjar umsóknir í hverjum mánuði.

Við bendum einnig á að skrásetningargjöld eru greidd í júlí mánuði svo að nýnemar eru t.d að detta inn á listann allan mánuðinn sem breytir sætistölum oft og tíðum töluvert þann mánuðinn. 


S: Ég datt út af biðlista. Af hverju?
Það er helst tvennt sem getur komið til greina. Annað hvort gleymdir þú að staðfesta veru þína á biðlista eða þú varst að hafna boði um húsnæði í þriðja skipti. Í báðum tilfellum getur þú sótt um að nýju. Ef hvorugt á við hafið þá samband við skrifstofu Stúdentagarða.

S: Hve oft má ég hafna boði um húsnæði?
Í þriðja skipti sem þú hafnar boði fellur þú út af öllum biðlistum og umsókn þín verður óvirk. Þú getur þó sótt um að nýju.

S: Þarf ég að staðfesta veru á biðlista í sama mánuði og hún er samþykkt?
Nei, umsóknir eru samþykktar í byrjun hvers mánaðar og því þarftu að byrja að staðfesta strax í mánuðinum eftir að umsókn þín er samþykkt. Ef þú gleymir að staðfesta veru á biðlista þarftu að sækja um að nýju.

S: Ef ég kemst ekki inn á heimasvæði mitt til að staðfesta veru mína á biðlista?
Sendu póst á starfsfólk Stúdentagarða eða á studentagardar@fs.is innan tímamarkanna og láttu vita. Þá telst sannað að þú hafir reynt.