Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leigukerfi

Opnunartími um jól og áramót

Skrifstofa Stúdentagarða á Háskólatorgi er lokuð á aðfangadag en opin milli jóla og nýárs, dagana 27. og 28. desember. Við opnum aftur á nýju ári þann 2. janúar á hefðbundnum opnunartíma.

Skrifstofa Umsjónar fasteigna í Eggertsgötu er lokuð á aðfangadag og milli jóla og nýárs. Skrifstofan opnar aftur á nýju ári, 2. janúar, á hefðbundum opnunartíma. 
MEIRA

Stúdentagarðar

Á Stúdentagörðum er líflegt og skemmtilegt samfélag háskólanema og fjölskyldna þeirra. Garðarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og sniðnir að þörfum íbúanna. Áhersla er lögð á góða nýtingu á plássi, hagkvæmni, samnýtingu og samveru til að stuðla að góðum samskiptum íbúa.
Flestir Stúdentagarðanna eru staðsettir á háskólasvæðinu en einnig eru stúdentaíbúðir í Fossvogi, rétt fyrir ofan Hlemm og við Lindargötu. Þegar staðsetning Stúdentagarða er valin er lögð áhersla á að húsnæðið sé í nágrenni við HÍ, í göngu og hjólafjarlægð eða nálægt góðum almenningssamgöngum. Mikil áhersla er lögð á að gera sameiginleg rými vistleg og skemmtileg þannig að íbúar kynnist, eigi samskipti og njóti saman.
Stúdentar við Háskóla Íslands geta sótt um húsnæði allt árið um kring en þeir sem hefja nám við skólann í haust geta sótt um frá og með 1. júní.
MEIRA