Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leigukerfi

Stúdentagarðar

Á Stúdentagörðum er líflegt og skemmtilegt samfélag háskólanema og fjölskyldna þeirra. Garðarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og sniðnir að þörfum íbúanna. Áhersla er lögð á góða nýtingu á plássi, hagkvæmni, samnýtingu og samveru til að stuðla að góðum samskiptum íbúa.
Flestir Stúdentagarðanna eru staðsettir á háskólasvæðinu en einnig eru stúdentaíbúðir í Fossvogi, rétt fyrir ofan Hlemm og við Lindargötu. Þegar staðsetning Stúdentagarða er valin er lögð áhersla á að húsnæðið sé í nágrenni við HÍ, í göngu og hjólafjarlægð eða nálægt góðum almenningssamgöngum. Mikil áhersla er lögð á að gera sameiginleg rými vistleg og skemmtileg þannig að íbúar kynnist, eigi samskipti og njóti saman.
Stúdentar við Háskóla Íslands geta sótt um húsnæði allt árið um kring en þeir sem hefja nám við skólann í haust geta sótt um frá og með 1. júní.
MEIRA

Breytingar á úthlutunarreglum og leiguhækkun á Stúdentagörðum

Á fundi stjórnar FS þann 16. apríl síðatliðin voru lagðar fram tillögur að breytingum á úthlutunarreglum, samþykktar af Stúdentaráði HÍ. 
Þær breytingar snúa að forgangi í fjölskylduhúsnæði. Hingað til hefur forgangur í fjölskylduíbúðir miðast við fjölda og aldur barna.
Sá forgangur mun halda sér en við bætist að einstæðir foreldrar og hjón þar sem báðir aðilar eru í fullu námi njóta forgangs umfram umsækjanda sem á maka sem ekki er í námi.

Þá mun leigugrunnur á Stúdentagörðum hækka um 5,3% þann 1. september næstkomandi. Hækkunin er tilkomin vegna aukins rekstrarkostnaðar og hækkunar á gjöldum tengdum hækkun á fasteignamati síðustu ár.
MEIRA