Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leigukerfi

Stúdentagarðar

Á Stúdentagörðum er líflegt og skemmtilegt samfélag háskólanema og fjölskyldna þeirra. Garðarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og sniðnir að þörfum íbúanna. Áhersla er lögð á góða nýtingu á plássi, hagkvæmni, samnýtingu og samveru til að stuðla að góðum samskiptum íbúa.
Flestir Stúdentagarðanna eru staðsettir á háskólasvæðinu en einnig eru stúdentaíbúðir í Fossvogi, rétt fyrir ofan Hlemm og við Lindargötu. Þegar staðsetning Stúdentagarða er valin er lögð áhersla á að húsnæðið sé í nágrenni við HÍ, í göngu og hjólafjarlægð eða nálægt góðum almenningssamgöngum. Mikil áhersla er lögð á að gera sameiginleg rými vistleg og skemmtileg þannig að íbúar kynnist, eigi samskipti og njóti saman.
Stúdentar við Háskóla Íslands geta sótt um húsnæði allt árið um kring en þeir sem hefja nám við skólann í haust geta sótt um frá og með 1. júní.
MEIRA

Sumar 2017!

Á hverju misseri fer starfsfólk Stúdentagarða yfir fjölda eininga sem íbúar hafa skilað í námi, en samkvæmt úthlutunarreglum þurfa íbúar að ljúka amk. 20 einingum á misseri.
Reglurnar eru settar svo hægt sé að hafa eftirlit með að Stúdentagarðar þjóni tilgangi sínum, þ.e. að bjóða stúdentum við HÍ húsnæði á sanngjörnu verði.

Eftir að vormisserisprófum lýkur taka sjúkra- og endurtökupróf við og standa yfir til 23. maí. Í kjölfarið fara kennarar yfir próf og verkefni. Það er því ekki fyrr en liðið er á sumar sem einingar liggja fyrir og við getum farið á fullt! Haft er samband við íbúa til að athuga hverjir óska eftir endurúthlutun og hverjir hyggjast flytja út í ágúst.

Allt tekur þetta tíma en að lokum sjáum við hvað er að losna og hverju við getum úthlutað til þeirra sem eru á biðlista. Við reynum að vinna eins hratt og við getum, en verðum samt að vanda okkur, og biðjum fólk að sýna okkur biðlund.

Í framhaldi af þessu minnum við nýja vini, þ.e. nýnema næsta skólaárs, á að það styttist í að þeir geti sótt um.

1. júní næstkomandi er dagurinn! Núverandi nemendur geta sem áður sótt um allan ársins hring. Farið verður yfir maí umsóknir (núverandi nemenda) í júní, júní umsóknir í júlí og svo koll af kolli allan ársins hring.

Gleðilegt sumar!
MEIRA