Stúdentagarðar

Um okkur

Á Stúdentagörðunum er líflegt og skemmtilegt samfélag háskólanema og fjölskyldna þeirra. Garðarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og sniðnir að þörfum íbúanna. Góð nýting á plássi, samnýting rýma og samvera eru höfð að leiðarljósi á Stúdentagörðum FS. Mikil áhersla er lögð á að sameiginleg rými séu notaleg og skemmtileg þannig að íbúar kynnist, geti átt samskipti og njóti saman. Meirihluti Stúdentagarðanna er staðsettur á háskólasvæðinu en einnig eru stúdentaíbúðir í Fossvogi, Brautarholti og við Lindargötu. Lögð er áhersla á að húsnæði Stúdentagarðanna sé í nágrenni við HÍ, í göngu- og hjólafjarlægð frá HÍ eða með gott aðgengi að almenningssamgöngum. Hægt er að sækja um húsnæði allt árið um kring. Hringdu, sendu póst eða kíktu til okkar og fáðu nánari upplýsingar!

Starfsfólk

Aðalskrifstofa

studentagardar@fs.is

Skrifstofa Stúdentagarða // Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík // Opnunartími: 9.00-16.00 mánudaga-fimmtudaga, 9.00-12.00 föstudaga // Sími: 570 0800

Umsjón fasteigna

umsjon@fs.is

Afhending lykla, viðhald og viðgerðir // Eggertsgötu 6, 101 Reykjavík // Viðvera á skrifstofu: 9.00-13.00 alla virka daga // Sími: 570 0822

Gamli Garður við Hringbraut. Tekinn í notkun árið 1934 og endurnýjaður veturinn 2013-2014.

Gamli Garður við Hringbraut. Tekinn í notkun árið 1934 og endurnýjaður veturinn 2013-2014.

Skógarvegurinn!

Skógarvegurinn!

íbúð á Hjónagörðum

íbúð á Hjónagörðum

Fjölskyldugarðarnir okkar, Hjónagarðar og Vetrargarður, sem standa við Eggertsgötu 2-10.

Fjölskyldugarðarnir okkar, Hjónagarðar og Vetrargarður, sem standa við Eggertsgötu 2-10.

Klúbburinn á Skjólgarði býðst íbúum til láns, án endurgjalds að sjálfsögðu!

Klúbburinn á Skjólgarði býðst íbúum til láns, án endurgjalds að sjálfsögðu!

Skerjagarður! Þar erum við að endurnýja íbúðir og setja upp eldavélaofna.

Skerjagarður! Þar erum við að endurnýja íbúðir og setja upp eldavélaofna.

Ásgarðarnir okkar, við Eggertsgötu 12-34

Ásgarðarnir okkar, við Eggertsgötu 12-34

Á Sæmundargötu 18, sem tilheyrir Oddagörðum, búa 65 einstaklingar í stúdíó íbúðum.

Á Sæmundargötu 18, sem tilheyrir Oddagörðum, búa 65 einstaklingar í stúdíó íbúðum.

Útileiksvæði við Skógargarða í Fossvogi.

Útileiksvæði við Skógargarða í Fossvogi.

Skjólgarður! Þar finnur þú Klúbbinn, Boxið og fleira til!

Skjólgarður! Þar finnur þú Klúbbinn, Boxið og fleira til!

Leikrými á Hjónagörðum

Leikrými á Hjónagörðum

Íbúasalurinn á Vetrargarði er glæsilegur. Hentar vel fyrir barnaafmæli og aðrar veislur.

Íbúasalurinn á Vetrargarði er glæsilegur. Hentar vel fyrir barnaafmæli og aðrar veislur.

Salurinn okkar, Garðsbúð, á Gamla Garði er glæsilegur.

Salurinn okkar, Garðsbúð, á Gamla Garði er glæsilegur.

Oddagarðar við Sæmundargötu 16. 88 einstaklingar í herbergjum með sameiginlegri aðstöðu! Vinagarðarnir svokölluðu.

Oddagarðar við Sæmundargötu 16. 88 einstaklingar í herbergjum með sameiginlegri aðstöðu! Vinagarðarnir svokölluðu.

Á Sæmundargötu 14-20 búa einstaklingar og pör. Garðarnir heitar Oddagarðar.

Á Sæmundargötu 14-20 búa einstaklingar og pör. Garðarnir heitar Oddagarðar.

Skjólgarður stendur við Brautarholt 7. Húsnæði fyrir einstaklinga og pör, í miðbæ Reykjavíkur.

Skjólgarður stendur við Brautarholt 7. Húsnæði fyrir einstaklinga og pör, í miðbæ Reykjavíkur.